Já það er orðið víst annsi langt síðan ég skrifaði síðast og eftir að mamma skammaði mig rækilega fyrir það þá þori ég ekki öðru en að hlíða 😛
Freydís Ólöf og Þórunn Elísa eru orðnar 15 mánaða og aktívar mjög. Ef það er hægt að klifra upp á það þá er klifrað upp á það, svo núna eru eldhússtólarnir annaðhvort bundnir saman undir borði eða settir upp á borðið. T.d. í þessum skrifuðu orðum þá er Þórunn Elísa komin upp sjónvarpsskáp og Freydís Ólöf á leiðinni. Þær eru að komast á þann aldur þar sem að þær herma eftir öllu sem gert er. Eins og í morgun var ég að skipta á Freydísi inni í herbergi og Þórunn var frammi í eldhúsi, í miðri kúkableiju heyri ég svona kling kling kling hljóð og svo aaahhhhh, ég vissi strax hvað litla dýrið var að gera og hljóp framm með hálf hreinsaða berrassaða stelpu í fanginu, Þórunn Elísa var þá komin upp á eldhús borð og var að hræra í tebollanum mínum og svo aaaahhh hljóð eins og hún hafi verið að taka sopa. Svona má maður ekki líta af dömunum.
Jólin í Krókavaðinu voru mjög vel heppnuð, jólatréð var skreytt svona 2-3 á dag yfir hátíðirnar og jólakúlunum á heimilinu fækkaði lítillega. Ellý amma og Gunnar afi voru hjá okkur á aðfangadagskvöld og voru stelpurnar svo stilltar og duglegar, sátu bara í matarstólunum sínum og tóku upp pakkana sína. Á gamárkvöld vorum við uppi á efri hæðinni ásamt Ellý ömmu og Gunnari afa, Ævari og co, Bjarney og co og svo seinna um kvöldið komu Sjöfn og co og Linda og Örvar. Stelpurnar voru ekkert hræddar við hávaðan og skemmtu sér bara mjög vel á meðan pabbi, Alexander og Matthildur sprengdu upp gamla árið.
Það er svosem ekki mikið að frétta af litlu fjölskyldunni, mamman er byrjuð að undirbúa brúðkaup ( með smá aðstoð frá pabbanum ;D ) hún er búin að kaupa kjólinn og er farinn að líta eftir kjólum á prinsessuflotann líka en pabbinn fær ekki að vera í kjól þó svo hann hafi suðað lengi um að fá að vera í einum hehe. Kreppan hefur þó sett sinn svip á öll plön en maður verður þá bara að vera sniðugari fyrir vikið og gera eitthvað fallegt úr ódýrari hlutum og leigja sér sumarbústað á Íslandi í staðinn fyrir sumarhús á Spáni þegar farið er í brúðkaupsferðina. Maður getur alltaf fundið eitthvað sniðugt en ódýrt, það þarf bara stundum að leita aðeins lengur og hafa opin augun.
Linda Mjöll fæddi litla prinsessu 2 feb. og gekk það mjög vel. Núna eru dömurnar í Krókavaðinu ekki minnstar í familíunni. Þetta er nokkuð flott tímasettning á fæðingu því nú á ég tvær systur sem eru fæddar 3 febrúar, Þórunn og Linda Mjöll, Þórunn á stelpu sem er fædd 4 febrúar og Linda Mjöll á nú stelpu sem er fædd 2 febrúar.
Jæja ég ætla að skutla inn nokkrum myndum og læt þetta svo gott heita, mamma getur ekki skammað mig lengur nana nana bú bú.
Skotturnar
Þær stækka alveg óhemju hratt og nálgast nú 14 mánaða aldurinn. Þær eru hörku duglegar og eigum við Gunnar fullt í fangi með að stöðva þær þar sem þær rífa allt og tæta. Það hefur aðeins verið endurnýjað leirtauið og erum við hætt að brjóta saman fötin í tveim neðstu skúffunum á kommóðinni þeirra þar sem þetta fær allt að fjúka í gólfið svona af og til 🙂
Hér á bæ er jólaundirbúningur í fullum gangi eins og á flestum öðrum bæjum og er þær Freydís Ólöf og Þórunn Elísa duglegar við að hjálpa til t.d. ef að seríurnar eru aðeins skakkar í gluggunum þá eru þær bara rifnar niður og okkur skipað að gera þetta betur hehe. Við vorum í myndatöku með allt stóðið fyrir 3 vikum síðan og gekk það svona upp og ofan, litlu skotturnar voru ekkert sérstaklega hressar með þetta en alveg ótrúlegt hvað komu góðar myndir.
Ég er farin að sjá fyrir mér jólatréð í stofunni skreytt frá miðju og upp svo að litlir puttar týni ekki allt af því. En þetta á eftir að verða spennandi jól, við ætlum að vera heima hjá okkur á aðfangadagskvöld og bjóða ömmu Ellý og afa Gunnari að vera hjá okkur en hina dagana verðu örugglega svolítið flakk á okkur.
Við erum búin að setja nokkrar nýjar myndir inn og koma vonandi fleirri á næstu dögum.
Það er komið ÁR!!!!!
Vá hvað þetta ár hefur verið fljótt að líða en það hefur margt gerst á því. Í dag er komið ár frá fæðingu tvíburana okkar og finnst mér það alveg ótrúlegt. Í dag eru Freydís Ólöf og Þórunn Elísa hlaupandi um allt, næstum síbrosandi eða þá að ibba gogg (þó aðalega Þórunn en hún getur rifist mikið). Þær brosa svo sætt með þessar skondnu tennur sínar sem eru ekki á hefbundnum stöðum getum við sagt. Þórunn er eins og kisa því hún er komin með 4 tennur, tvær frammtennur í neðrigóm og tvær í efri sitthvoru megin við frammtennurnar. Freydís er komin með sömu uppröðun á tönnum en það eru bara komnar 3 í gegn, 2 niðri og 1 uppi.
Það var haldin afmælisveisla fyrir skvísurnar á laugardaginn og var svaka kökuveisla, það var margt um manni þó svo að það hafi einungis verið boðið því nánasta og ekki allir geta mætt en það fylgir víst stórum fjölskyldum. Það var setið að kræsingum nánast allan daginn og áttu allir glaðan dag, Freydís og Þórunn voru reyndar orðnar svolítið þreyttar á látunum en það jafnaði sig. Þær fengu fullt að gjöfum, föt, hárskraut, bækur, baðdót, leikföng, pening og frá okkur Gunnari fengu þær dúkkur og litla dráttavagna. Þær voru alsælar með þetta allt saman. Í dag bakaði ég svo fyrir þær og krakkana lummur svona í tilefni að deginum en annars var hann bara tekin með ró.
Ég og Ragnheiður erum komnar á fullt með daggæsluna, er þá komið í heildina 10 börn og nóg að gera hjá öllum bæði börnum og okkur. Stelpurnar taka þessu nokkuð vel en það kemur stundum upp í þeim smá svona að þær vilji bara eiga mig fyrir sig. Það eru búin að vera bölvuð veikindi síðustu vikur, Freydís Ólöf fékk hún svokallaðan misslingabróður en þá fékk hún háan hita í 2 sólahringa og svo útbrot á eftir, hún fór líka á sýklalyf vegna eyrnabólgu og svo hefur bara verið endalaust kvef. Þórunn hefur líka verið með ljótan hósta í allt of langan tíma ásamt kvefi og gæti verið að hún þurfi að fá púst til að losna við hann en það kemur í ljós á fimmtudaginn í 12 mánaða skoðun. Ég set inn tölur úr skoðuninni þegar hún er yfirstaðin. Það eru komnar nýjar myndir 🙂
Nýjustu tölur komnar inn
Freydís Ólöf : 76,5 cm. 10.230 gr. höfuðmál 47.5 cm
Þórunn Elísa : 77,5 cm. 10.625 gr. höfuðmál 47 cm
10 mánaða.
Jæja stelpurnar hafa náð 10 mánaða aldrinum og blómstra gjörsamlega. Þær fóru í 10 mánaða skoðunina 26. ágúst og kom hún mjög vel út. Þetta voru tölurnar:
Þórunn Elísa: 9855 gr og 73,5 cm (höfuðmál 46,1 cm)
Freydís Ólöf: 9895 gr og 73,5 cm ( höfuðmál 46,6 cm)
Læknirinn var alveg rosalega ánægður með stelpurnar og dásamaði þær út í eitt. Þær voru á fullu að fikta og tæta á skoðunarborðinu sem sýndi bara betur hvað þær eru kröftugar.
Stelpurnar eru að myndast við það að labba óstuddar og er Þórunn Elísa sérstaklega dugleg þessa dagana en hún æfir og æfir á fullu. Þetta kemur allt á næstu dögum og þá verða þær farnar að hlaupa um allt hús. Fiktið hefur ekki minnkað en nú er vinsælast að opna skúffurnar á eldhúsinnréttingunni og stela tómasósunni og öðru skemmtilegu.
Það eru loksins komnar tennur í gómana þeirra en ekki margar þó. Freydís Ólöf er komið með 3 tennur, 2 framtennur í neðri góm og 1 uppi vinstra megin við framtönnina. Þórunn Elísa er hins vegar bara komin með eina tönn í efri góm á sama stað og Freydís Ólöf. Þær eru semsagt eins og gamlar hálf tannlausa kerlingar með skögultönn hehe ( sést á myndum í nýja albúminu) en bara miklu sætari 🙂