Já tíminn er ekkert smá fljótur að líða! Það verða komnar 17 vikur á morgun, föstudaginn 1 júní, en við fórum í mæðraskoðun og sónar í gær. Erla amma kom með til að fá að sjá krílin. Við byrjuðum á mæðraskoðuninni og þar var allt gott sem kom í ljós. Við fengum að hlusta á hjartsláttinn og hann er sterkur. Það er bara svo erfitt að hlusta þessi börn því þau forða sér alltaf undan mækinum. Það er svo aftur á móti komið og klesst sér upp við bumbuna á mömmu sinni þegar það er búið þannig að þegar við fórum í sónarinn komu þau strax í ljós, það þurfti sko ekkert að leita að þeim. Það er alltaf partý hjá þeim þegar við lítum inn. Spriklið er þvílíkt að það er varla hægt að ná kyrri mynd. Ljósmóðirinn var að sýna okkur naflastrenginn á öðrum tvíburanum þegar ég tók eftir einhverju koma inn og út úr mynd alveg á fullu og svo sáust mjög skýrt tveir fætur spriklandi inn í myndina. Það var svona eins og annar tvíburinn væri að hjóla í loftinu.
Ég er búin að sjá það að þau eru alveg eins og mamma sín þó að Gunnar vilji ekki viðurkenna það hehe. Það kemur bara í ljós eftir svona 20 vikur eða svo. Þegar við vorum í mæðraskoðuninni kom læknir að spjalla við okkur og svona fara yfir skýrsluna mína og bara að athuga hvort allt væri eins og það ætti að vera. Þá sagði hún okkur að íslenskar konur sem ganga með tvíbura ættu oftast á 36-37 viku. Annars var bara allt í góð lagi en ég má fara að taka inn járn svona bráðlega til að vera örugg. Læknirinn sagði líka að þó ég væri góð núna þá er þetta áhættumeðganga og þar sem þau eru tvö þá get ég átt von á öllu tvöföldu, þá talað um fylgikvilla.
En ég er hress og spennt svo ég hef litlar áhyggjur.
Svo er líka sumarfrí eftir mánuð og rólegt eftir það. Svo fer ég líka vel með mig og allt það.
Læt þetta duga í bili, heyrumst eftir mánuð.
Sónarferðir
Það hefur verið nóg að gera í sónarskoðunum hjá okkur hjónum og erum við ekkert að kvarta neitt. Fyrsti sónarinn hjá okkur var 15 mars´07 sem er kallað snemmsónar en þá fengum við að sjá smá baun sem var nú ekki stærri en 11,5mm í heild sinni, og var það þá bara belgurinn utanum fóstrið og okkur sagt að það væru komar 6 vikur. Okkur var boðið að koma aftur eftir 2 vikur, þann 29mars, sem og við gerðum svona til að fá að sjá hjartslátt og fóstur. Það kom okkur því skemmtilega á óvart þegar það var verið að skoða mallan, að mér (Brynju) fannst ég sjá einhvað tvennt þarna í leginu og segi eins og auli ,, Guð ætlaru að segja mér að þau séu tvö´´ en við fáum ekkert svar fyrr en eftir soldin tíma þegar læknirinn segir ,, jú krakkar mínir þið eigið von á tvíburum´´ og svo bauð hún Gunnari að setjast niður sem hann afþakkaði pennt og fannst þetta bara ennþá meira spennandi. Okkur fannst þetta æðislega spennandi og við (aðalega ég ) gátum auðvitað ekki þagað yfir svona stórum fréttum svo það var fari að kjafta í verðandi ömmur og afa.
30 apríl´07 fórum við í 12 vikna sónar sem var farin vegna hnakkaþykktarmælingar sem kom rosalega vel út og þá kom líka í ljós, sem að kom mér helst á óvart , að krílin okkar eru líklega eineggja. Þannig að nú eigum við von á annaðhvort tveim litlum Bibbum eða tveim litlum Gunnurum.:D
Fyrsta skrefið að heimasíðu A og B
Einhversstaðar verður maður að byrja og hví ekki hér. Við skötuhjú eigum von á tvíburum eins og flestir vita sem okkur þekkja. Og af þeirri ástæðu ákváðum við að búa til eina litla síðu. Við eigum eftir að setja inn allar sónarmyndirnar en það verður gert við fyrsta tækifæri. Svo á eftir að klára að setja inn hitt og þetta en það kemur allt. Njótið síðunar.
Kv Brynja og Gunnar 😀
Prufublog
Aðeins svona að prufa kerfið áður en við tökum það í notkun.