35. vika = 34+0-6 dagar
Þú
Þú hefur nú vafalaust þyngst um 13-18 kíló, kannski meira og ert orðin mjög þung á þér. Handleggirnir eru nú brátt of stuttir til alls og bumban er fyrir. Allt tekur lengri tíma og þú getur verið klaufsk, missir og veltir hlutum, m.a. vegna þess að þú misreiknar fjarlægðir. Nú þegar þú veist að börnin eru að verða nógu þroskuð til þess að lifa hjálparlaust, hugsar þú meira um fæðinguna. Tilfinningalega getur þú sveiflast á milli eirðarleysis, gleði, óróleika og streitu.
Börnin eru nú um 31 sm frá höfði og niður á rass, 43 sm frá höfði niður á hæl og vega um 2200 g hvort. Héðan í frá þyngjast þau mjög hratt eða um 300 grömm á viku. Það þýðir 600 grömm þyngdaraukning fyrir þig vikulega. Ef börn fæðast í þessari viku meðgöngu, lifa langflest án nokkurra vandamála, m.a. vegna þess að lungu þeirra eru nú næstum fullþroskuð.