34 vikur

35. vika = 34+0-6 dagar

Þú
Þú hefur nú vafalaust þyngst um 13-18 kíló, kannski meira og ert orðin mjög þung á þér. Handleggirnir eru nú brátt of stuttir til alls og bumban er fyrir. Allt tekur lengri tíma og þú getur verið klaufsk, missir og veltir hlutum, m.a. vegna þess að þú misreiknar fjarlægðir. Nú þegar þú veist að börnin eru að verða nógu þroskuð til þess að lifa hjálparlaust, hugsar þú meira um fæðinguna. Tilfinningalega getur þú sveiflast á milli eirðarleysis, gleði, óróleika og streitu.

Tvíburarnir
Börnin eru nú um 31 sm frá höfði og niður á rass, 43 sm frá höfði niður á hæl og vega um 2200 g hvort. Héðan í frá þyngjast þau mjög hratt eða um 300 grömm á viku. Það þýðir 600 grömm þyngdaraukning fyrir þig vikulega. Ef börn fæðast í þessari viku meðgöngu, lifa langflest án nokkurra vandamála, m.a. vegna þess að lungu þeirra eru nú næstum fullþroskuð.

vá vá vá

Vorum í skoðun í morgun og Sigrún læknir kom inn að spjalla við okkur. Hún var að fræða okkur um hvernig hlutirnir ganga fyrir sig þegar það er verið að taka á móti tvíburum, það hljómar bara eins og það sé búið að bjóða í partý. Fullt af fólki verður viðstatt, læknar, ljósmæður, örugglega nemar líka og svo verða allir til taks á skurðstofunni ef ske kynna að við þyrftum að nota hana líka. Þannig að þetta verður bara samkoma ársins tileinkuð okkur hihi. Læknirin tilkynnti okkur það líka að ef ekkert er farið að ske á 38 viku þá er sett af stað ( þannig að mamma þú getur verið róleg ég verð búin að eiga áður en þú ferð út). Það er viss léttir að heyra þetta, verð ég að viðurkenna. En þetta er staðfesting á því að nú eru í mesta lagi 4 vikur eftir. Ég sagði við Gunnar í gær að ég sæi það ekki fyrir mér að ég myndi ganga með lengur en 38 vikur og slumpaði á að fæða á 37 viku +2 daga sem er 21 okt.hehe við sjáum bara til hvort það gengur eftir. Annars kom bara allt vel út í skoðun að vanda. Sveina ljósmóðir vakti börnin þegar hún var að hlusta á hjartsláttinn, þau eru nebla orðin svo löt á fætur á morgnanna eins og mamma sín.  Legbotnin er 42 cm og blóðþrýstingurinn fínn, ætla ekkert að skrifa hver þyngdin var.    ¼/p>

33 vikur

34. vika = 33+0-6 dagar

Þú
Legið nær nú alveg upp undir bringspalir. Konur sem ganga með eitt barn, léttir þegar barnið fer niður í grindina en þann kost hefur þú ekki þar sem þú gengur með tvíbura. Þó svo að annað barnið gangi niður í grindina, þrýstir hitt upp undir brjóstkassann og þyngd beggja barnanna gerir það að verkum að þú þarft að hvíla þig oft á dag. Æðahnútar allt frá skapabörmum og niður í fætur eru algengir hjá tvíburamæðrum og margar verða leiðar yfir útliti sínu. Daglegar kálfavöðvaæfingar hjálpa mikið. Fáðu gott fótanudd, þá svífurðu aftur, a.m.k. í dálitla stund.

Tvíburarnir
Börnin eru nú um 30 sm frá höfði niður á rass og 42 sm frá höfði niður á hæl og hvort um sig vegur um 2100 grömm. Húð þeirra er ekki lengur gegnsæ og þunn, heldur bleik og líkist marsípan. Ef börnin hafa hugsað sér að bjóða heiminum góðan daginn í þessari viku, munu þau ekki vera stoppuð af. Langflest eru nú tilbúin til þess að anda upp á eigin spýtur.

Ég var að reikna það út í gær að ef börnin halda áfram að þyngjast svona vel hjá mér þá gæti ég átt von á að eignast tvö 11 marka börn á 37 viku sem er nú bara ekkert slæmt. En svo er bara að bíða og sjá hvað ég geng með lengi. Verð ég ein af þessum sem verður sett af stað á 40 viku eða verð ég búin að eiga á 37 viku. Það kemur bara í ljós, ég segi að ég gangi ekki með fulla meðgöngu, giska á svo 36-38 vikur. Er eitthver sem vill veðja hehe.

Mæðraskoðun og sónar

Við erum alltaf í skoðun núna eða einu sinni í viku. Byrjuðum daginn á því að fara í mæðraskoðun hjá Sveinu, það var reyndar nemi sem sá um mest alla skoðunina en það var í fínu lagi. Blóðþrýstungurinn hefur hækkað soldið hjá mér og var 140/80 en það sleppur þar sem neðri mörkin eru ekki hærri en þetta. Það var tékkað á leghálsinum og hann er byrjaður að opnast en ekkert til að hafa áhyggjur af. Hjartslátturinn hjá börnunum kom rosalega vel út, eru þetta sterk hjörtu sem slá þarna inni. Eftir skoðun fórum við í sónar, það er orðið svoldið erfitt að sjá nokkuð en gaman samt. Þau eru bæði komin í höfuðstöðu aftur sem er mjög gott en greyið B var greinilega ný búin að snúa sér því höfuðið var afmyndað ( kannski soldið sterkt orð en það var soldið egglaga séð ofan frá sem er bara eðlileg þegar þau hafa setið lengi). Það var mæld út þyngdin og kom út að A er 2150 gr en B mældist ekki nema 1850 gr vegna höfuðmálsins sem er ekki að marka. Ljósmóðirin sagði að þau væru mjög svipuð og allt liti vel út, nóg af legvatni og börnin líklega komin í þá stöðu sem þau fæðast í. Það er skrítið hvað þau geta ennþá snúið sér án þess að maður taki eftir því. Við fengum 2 myndir sem eru ekkert rosalega skírar en það er alltaf gaman að fá myndir af börnunum sínum. Nú er ekki annað að gera en að bíða, eins og ljósmóðirin í sónarnum sagði þá sjáumst við vonandi eftir 3 vikur en þá verða komar 36 vikur. Við erum að fara undirbúa þetta allt saman, ætlum að mála um helgina barnaherbergið svo að ég geti farið að dunda mér við að setja saman skiptiborðið, þvo barnaföt og dúlla mér við hreiðurgerðina.¼/p>