37.vika = 36+0-6 dagar
Nú þyngist þú ekki mikið meira en þessi 18-24 kíló sem þú hefur þyngst um nú þegar, þó svo börnin haldi áfram að þyngjast. Sextán til átján kíló eru eðlilegur hluti meðgöngunnar. Í lok meðgöngunnar getur þú reiknað með að börnin vegi 2,5-3,5 kg, legvatn um 2 kg, fylgja/fylgjur um 1,5 kg, leg og auka þyngd í brjóstum um 3 kg, auka blóð í líkamanum um 2 kg, aukinn vökvi í líkamsvefjunum um 1,5 kg og þykknun af fitulagi 2-6 kg.
Flestir tvíburar hafa nú sett sig í þær stellingar sem þeir fæðast í og líkaminn „æfir sig“ í því að byrja í fæðingu, m.a. með auknum fyrirvaraverkjum.
Tvíburarnir
Börnin eru nú um 33 sm frá höfði niður á rass, 46 sm frá höfði niður á hæl og vega um 2800 grömm hvort. Tvíburarnir líkjast nú venjulegum börnum, líka í andliti sem ekki eru lengur hrukkuð. Mjög margir tvíburar fæðast í þessari viku meðgöngu og fæstir þeirra þurfa öndunarhjálp.