36 vikur

37.vika = 36+0-6 dagar

Þú
Nú þyngist þú ekki mikið meira en þessi 18-24 kíló sem þú hefur þyngst um nú þegar, þó svo börnin haldi áfram að þyngjast. Sextán til átján kíló eru eðlilegur hluti meðgöngunnar. Í lok meðgöngunnar getur þú reiknað með að börnin vegi 2,5-3,5 kg, legvatn um 2 kg, fylgja/fylgjur um 1,5 kg, leg og auka þyngd í brjóstum um 3 kg, auka blóð í líkamanum um 2 kg, aukinn vökvi í líkamsvefjunum um 1,5 kg og þykknun af fitulagi 2-6 kg.

Flestir tvíburar hafa nú sett sig í þær stellingar sem þeir fæðast í og líkaminn „æfir sig“ í því að byrja í fæðingu, m.a. með auknum fyrirvaraverkjum.

Tvíburarnir
Börnin eru nú um 33 sm frá höfði niður á rass, 46 sm frá höfði niður á hæl og vega um 2800 grömm hvort. Tvíburarnir líkjast nú venjulegum börnum, líka í andliti sem ekki eru lengur hrukkuð. Mjög margir tvíburar fæðast í þessari viku meðgöngu og fæstir þeirra þurfa öndunarhjálp.

36 vikna skoðun

Við vorum að koma úr skoðun og sónar. Byrjuðum á því að fara í skoðun til Sveinu og það var tékkað á þessu vanalega, eggjahvítu í þvagi, blóðþrýstingnum og hjartslátturinn hlustaður hjá tvíburunum. Það er smá eggjahvíta í þvaginu og hjartslátturinn var fínn hjá börnunum en blóðþrýstingurinn er ekki nógu góður hjá mér. Hann mældist 140 efri mörk en 100 neðri sem er of hátt. Svo er ég líka með svo mikin bjúg, lappirnar á mér tvöfaldar og þrútin í andlitinu og á puttunum. Ég á því að fara upp á fæðingardeild á morgun í svokallaða dagönn þar sem mældur verður blóðþrýstingurinn og ég sett í mónitor og eitthvað dót. Sigrún læknir talaði líka við okkur í dag og sagði að enn væri stefnt að því að setja mig af stað ef ég verð ekki sjálf búin á 38 viku en ef blóðþrýstingurinn heldur áfram að hækka gæti það orðið fyrr. Ef ég verð hærri á morgun í skoðuninni þá verð ég kannski lögð inn ( vei vei)  Svo á ég að koma til Sveinu aftur á mánudaginn í mælingu, ætli ég verði ekki bara þarna út á spítala næstu daga.

Jæja en nóg um þetta í bili því við fórum líka í sónar. Þau eru orðin svo stór þessi börn, liggja bara út um allan maga. A er búinn að skorða sig og B liggur þétt upp við hann. A mælist ennþá aðeins þyngri eða 2700 gr en B 2350 gr sem er ekki alveg réttur útreikningur því höfuðið á B er ennþá aðeins aflagað eftir setuna. Þetta er bara frábær stærð, A nálagt 11 merkur og B 9,4 miðað við þessar tölur. Ég verð að viðurkenna það að ég er orðin ansi þreytt, sef ill á næturnar og á erfitt með að hreyfa mig (sérstaklega að beygja mig áiii)  Ég er búin að ákveða það að ég ætla að eiga í næstu viku og ljósmæðrunum leyst bara vel á það 🙂  Svo hvaða dagsetningu á ég að velja? 

35 vikur

36. vika = 35+0-6 dagar

Þú
Síðustu vikur meðgöngunnar finnur þú kannski dofa í fingrunum öðru hvoru. Það er vegna þess að þú hefur meiri vökva í líkamanum. Dofinn er óþægilegur en ekki hættulegur og er vegna þess að vökvinn þrengir að taugum í úlnliðnum. Oftast eru þessi óþægindi mest á morgnanna en líða hjá þegar líður á daginn. Kannski ertu með þó nokkra fyrirvaraverki núna. Ólíkt hríðum, eru fyrirvaraverkir óreglulegir en geta verið óþægilegir í lok meðgöngu. Þú þarft jafnvel að staldra við og bíða uns þeir líða hjá. Fyrirvaraverkir mýkja og stytta leghálsinn og hjálpa tvíbura A við að færa sig neðar í mjaðmagrindina. Dragðu andann djúpt, inn um nefið, djúpt niður í magann og út um munninn á meðan þú slakar vel á líkamanum. Svona öndun er líka gott að nota í fæðingunni þegar alvöru hríðirnar byrja. Ekki allar tvíburamæður taka eftir fyrirvaraverkjum.

Tvíburarnir
Börnin eru nú um 32 sm frá höfði niður á rass, 45 sm frá höfði niður á hæl. Þyngdin er einstaklingsbundin en er oftast í kringum 2500 grömm á hvoru barni. Höfuð barnanna eru nú á stærð við kókoshnetur. Börnin eru nú næstum fullburða og munu líklega ekki þurfa hjálp við öndun ef þau fæddust núna.

35 viku skoðun

Enn ein skoðunin að baki og flest kom vel út. Blóðþrýstingurinn hefur hækkað aðeins eða úr 140/80 í síðustu viku upp í 135/90 í dag. Hjartslátturinn hjá tvíburunum góður og ekkert vesen. A er ekki búin að skorða sig en þeir eru báðir í höfuðstöðu ennþá. Á morgun á ég svo að mæta í mónitor og blóðþrýstingsmælingu. Ætli það verði ekki í hverri viku framm að fæðingu eða oftar.