37 vikna skoðun.

Já já aldrei þessu vant þá fórum við í skoðun í morgun. Mættum hjá Sveinu klukkan 10:30 og þá var byrjað á því að athuga pissið mitt ( þessar ljósmæður hafa mikin áhuga á pissinu hjá manni hehe) og það kom bara vel, út ekkert auka þar. Svo var ég látin stíga á vigtina en við skulum ekkert vera að láta uppi hvað kom framm á henni nema kannski að ég bæti orðið vel á mig af bjúg á milli skoðana. Næst var tékkað á blóðþrýstingnum og hann var of hár eða 150/100og svo var hlustað á hjartsláttinn hjá börnunum en hann var fínn að vanda. Það kom svo inn læknir, Ragnheiður að nafni, og hún vildi athuga leghálsinn. Hann er fullþynntur og opinn 2 cm og hún fann vel fyrir höfðinu á A svo að hún ýtti aðeins við belgnum. Nú er bara að vona að þetta fari af stað um helgina, Sveinu og Ragnheiði fannst þetta vera orðið gott svo ég má bara drífa í þessu. Eftir skoðun var ég send í dagönn í mónitor, það kom vel út alveg skólabókadæmi eins og ljósmóðirinn sagði við mig. Blóðþrýstingurinn mælist lægri þar eins og vanalega og svo voru teknar blóðprufur til að athuga með meðgöngueitrunn ( það kemur úr því seinna í dag).  Núna á ég bara að liggja útaf með fætur upp í loft og bíða eftir að börnin eru tilbúin að koma sem verður nú vonandi á næstu dögum.

37 vikur.

38. vika = 37+0-6 dagar

Þú
Líkami þinn er líka örugglega að verða tilbúinn í fæðingu og eins og margar aðrar tvíburamæður muntu sjálfsagt verða fegin því að fæðingardagurinn nálgast. Leghálsinn er oft orðinn mjúkur á þessu tímabili og hefur jafnvel opnað sig aðeins. Þú ert kannski aum í grindinni og getur átt erfitt með svefn á nóttunni. Höfuð barnanna þrýsta á þvagblöðruna svo þú þarft oft á klósettið.

Í íslenskum viðmiðunum um barneignarþjónustu í tvíburameðgöngu sem unnar eru af vinnuhóp ljósmæðra og fæðingalækna, segir um gangsetningar: „Lítið fer fyrir gagnreyndum niðurstöðum um það hvenær best sé að eðlilegri tvíburameðgöngu ljúki, þ.e. hvort framköllun fæðingar sé gagnleg. Líklega hafa frumbyrjur síðri horfur í gangsetningu hvað varðar fæðingarmáta, þ.e. enda frekar í keisara, þetta er þó óvíst. Hingað til hefur verið miðað við að stefna að 39 vikna meðgöngu hið minnsta og líklega rétt aðhalda því áfram.“ Kynlíf er besta gangsetningaraðferðin ef þú sjálf vilt stuðla að náttúrulegri byrjun fæðingar.

Tvíburarnir
Börnin eru nu um 34 sm frá höfði niður á rass, 48 sm frá höfði niður á hæl og vega um 2900 grömm hvor. Tvíburarnir þyngjast nú um 30 grömm daglega. Börn sem fæðast í þessari viku munu sjaldnast þurfa á öndunaraðstoð að halda.

36 vikur + 3 dagar

Nú held ég bara að ég láti flytja lögheimilið mitt á Landspítalan. Var í mæðraskoðun í morgun og blóðþrýstingurinn mældist of hár eða 150/105 sem er ekki gott. Þess vegna á ég að fara í mónitor á morgun og svo aftur á miðvikudag eða fimmtudag og svo aftur í mæðraskoðun á föstudaginn. Eins og ég segi þá er ég nánast flutt á spítalann svo ef þið þurfið að ná í mig hringið þá bara í 112 hehe.  Börnunum virðist heilsast vel þó mamma þeirra sé að breytast í bjúga en ég er orðin svo slæm af bjúg á fótunum að þegar Sveina kallaði á mig inn á stofu til sín þá sagði hún ,,Brynja og fæturnir gjörið svo vel”. Ég er komin með +++ í kladdan sem er að ég held það mesta sem er gefið fyrir bjúg, er ég ekki dugleg. Legbotnin mældist 45 cm sem er 2 cm meira en á fimmtudaginn og er ég nú kominn upp úr línuritinu sem er í meðgönguskránni. Semsagt ég er bara orðin annsi stór og stæðileg með bólgna leggi og háa bumbu.

Mónitor

Fór í mónitor í morgun og blóðþrýstingsmælingu. Það kom allt vel út, þrýstingurinn var góður eða 133/80 og börnin spræk, fullt af hreyfingum og hjartslátturinn gaf ekkert uppi frekar en hinn dagin.  Það er svo bara vonandi að þetta verði svona flott á mánudaginn líka en þá fer ég til Sveinu í mælingu.