Dagur 4 ;)

Alveg magnað hvað maður er fljótur að komast í þrot með nöfn á bloggunum sínum.

Í gær þegar við Brynja mættum eftir 9 – 12 pásuna mætti okkur undarleg sjón: B var í ljósum.

img_0821.JPG
Þetta er víst gert til þess að undirbúa börn fyrir síharðnandi samkeppnisumhverfi. Hún á sem sagt að verða “hel-tönuð” þegar hún kemur út á meðal fólks svo hún passi inn. Þegar hún er svo búin að fara í smá líkamsrækt og við búin að kaupa diesel alklæðnað á hana þá loksins getum við verið með hana á meðal fólks… A verður svo bara að treysta á náttúrulegann sjarma.

Eða ekki…
Hún er var bara komin með smá byrjunareinkenni gulu og svona ljós notað til að vinna á þeim einkennu. Ekkert mikil einkenni en læknirinn sagði að það væri nú óþarfi að bíða endilega eftir því að hún fengi einhver brjáluð einkenni áður en að meðferð hæfist.
A hefur sloppið við guluna enþá en gæti þó átt það eftir.

Þeim heilsast annars bara nokkuð vel, skvísunum okkar.
Matarskammturinn hja A hefur farið stækkandi með hverri gjöfinni og nú er svo komið að hún er komin í fullan skammt. Sem er gott. Þegar B er svo búin að losa sig við guluna geta þær systur farið í kappát.

Fleiri góðar fréttir eru svo þær að stelpurnar eru líklega á leiðinni yfir í “vinstri”. Þar er ekki eins mikið af tækjum og tólum og þær geta farið í svona venjulegar gler/plast vöggur. Þannig að þennan morguninn er ég að finna til galla, samfellur og sokka til að fara með uppá spítala. Við Brynja verður svo bara í því í dag eða á morgun að klæða þær prinsessur í nýtt og nýtt átfitt. Vonandi myndir af því á morgun 🙂

Meira var það ekki í bili

Jú kannski… nýjar myndir inni á albúmi 😉

Jæja pæja

Eða pæjur af því að hérna eru þrjár:

img_0815.JPG

Gátum ekki staðist þetta skot þegar við fengum að vera með þær báðar úti í gærkvöldi. Tókum fleiri myndir og þær er hægt að finna í albúminu okkar.

Annars er það að frétta að snúllunum tveim að þeim fer stöðugt fram bara. A er farin að fá brjóstamjólk á pela og gengur fyrir með hana fyrst um sinn.
Til að byrja með var hún nefnilega fastandi til þess að blóðið hennar færi frekar í uppbyggingarferlið sem var í gangi eftir fæðingu heldur en einhverja meltingu. Núna er hún hins vegar farin að fá mjólk og virðist bara líka vel. Alla veganna sagði ein hjúkkan á Vöku bara “sjjjjúúúúp” þegar ég spurðu hana hvernig henni hefði gengið með pelann sinn eitt skiptið.

B braggast líka bara ágætlega. Hún hefur fengið pela síðan hún kom upp á Vöku. Hún getur reyndar orðið alveg voða löt að drekka þegar líður á og af því að það er verið að passa svo upp á að þær drekki nóg þá þurfum við oftast að klára að gefa henni í gegnum “sontu”. Það eru þessar flottu slöngur sem þið sjáið koma út úr nefunum á snúllunum.

En… eins og áður segir þá heilsast öllum bara vel. Brynja fékk aðeins að stinga af í dag og við erum á leiðinni í Apótek þannig að ég verð að hætta í bili.

Biðjum bara að heilsa og þökkum öllum þessar æðislegu kveðjur sem þið hafið sent okkur, bæði í commentum og í gestabókinni okkar.

Þangað til á morgun

Dagur 2

Nóg í fréttum:

Endanlegar mælingar á hefðardísunum eru nú í húsi og eru sem hér segir:

A
Lengd: 49 cm.
Þyngd: 2.750 gr

B
Lengd: 49 cm.
Þyngd: 2.895 gr

Þetta gerir þær að 11 og 11,5 marka börnum og og geri aðrir betur.

B var lögð inn á Vöku í gær. Kom nefnilega í ljós að einhvern tímann á meðgöngunni hafa fylgjurnar þeirra vaxið of mikið saman þannig að B fór að stela aðeins frá systur sinni.
Það gerði það að verkum að B er með of mikið blóð og A með of lítið. Því miður er ekki hægt að plögga þeim bara aftur saman og jafna þetta út þannig að A fékk blóð í gær á meðan B fékk vökva til að reyna að þynna aðeins út. Þegar maður er svo með of mikið blóð verður maður ferlega latur af því að það verður smá sykurfall.
A virðist síðan vera að hressast. Liturinn farinn að batna og hún farin að rífa aðeins kjaft.

Núna er svo stofugangur og við fáum vonandi að heyra meira þegar hann er búinn.

Fengum fullt af heimsóknum í gær. Gyða og Tinna, föðursystur, kíktu á okkur Brynju og svo komu Bjarney, Sjöfn og Linda, móðursystur, líka í heimsókn.
Af því að Vökudeild er jú gjörgæsludeild þá hittum við þetta stóð bara frammi á gangi.

Svo kíktu Gunnar afi og Ellý amma í heimsókn áður en B fór inn á Vöku og fylgdu okkur yfir og fengu að hitta A.
Í gærkveldi komu svo Siggi afi og Erla amma úr árshátíðarferð til Köben og fengu, með góðfúslegu leyfi frábærs starfsfólks Vökudeildar, að kíkja aðeins á sonardæturnar.

Að lokum var ég svo að smella inn glænýjum og ylvolgum myndum inn á albúmið okkar.
Þið finnið það þarna í menu-num hægra megin. Ef ekki þá er hægt að smella hér.

Þangað til næst.

Jæja…

Þær ákváðu að heiðra okkur með nærveru sinni, prinsessurnar sem okkur Brynju fæddust í nótt.
Þetta voru sem sagt stelpur eftir allt saman og svona líka fínar.

A kom á undan eins og við var að búast en eitthvað tók það á því hún kláraði alla orkuna sína á leiðinni.
Hún var vægast sagt litlaus þegar hún kom til okkar, með smá strítukoll að auki vegna smá bjúgsöfnunar á kollinum.
Hún var eiginlega bara rifin frá okkur því barnalæknar eru sko ekkert að bíða og sjá hvort að litlausar, orkulausar prinsessur komi til að sjálfsdáðum, ónei.

Þær eru bara rifnar upp á borð og svo klappaðar í bak of fyrir til að hrista aðeins upp í þeim…
Það fór þó að hún kom til, blessunin, en þau vildu samt fá hana upp á vökudeild til frekari aðhlynningar.
Þar er hún nú og fékk pabbi að kíkja á hana þegar öllu havaríinu var lokið.

Hann náttúrulega varð að taka mynd.


img_0797.JPG
Maður er nú ósköp varnarlaus svona lítil og nett, tengd allskonar mælum og mónitorum með smá blástur í nefið til að anda dýpra…Ekki var búið að mæla og vikta prinsessuna á þessum tíma en seinna kom í ljós að hún er 2.895 gr.
Það er ekki enn búið að mæla lengdina á henni en mömmu og pabba finnst hún ósköð svipuð systu.Litla systir (B) 🙂 kom svo í heiminn rúmum 10 mínútum seinna og var það mun auðveldara því stóra systir var búinn að ryðja leiðina svo vel.
Hún snéri víst rétt og kom bara grenjandi upp á bumbuna á mömmu sinni. Þar pirraði hún sig aðeins en slakaði svo bara vel á á meðan mamma skilaði fylgjunni.

Pabbi ákvað að Tom Cruise væri bara bjáni að borða svona fylgjur og ákvað að gera lítið meira en að dást að því hvað fylgjan og allt sem hennni fylgir er nú mögnuð smíð.

Þegar pabbi kom aftur úr myndatöku af vökudeild var verið að fara að mæla og vikta B.
Hún reyndist vera 2.750 gr. eða nákvæmlega 11 merkur að þyngd og 49 cm að lengd.
Svo var pabbi settur í að klæða hana í á meðan ljósa dyttaði að mömmu. Að sjálfsögðu var afraksturinn myndaður.


img_0801.JPG

Býsna gott bara miðað við að pabbi hefur ekki gert svona í nokkur ár.
Reyndar svindlaði hann smá og fékk hjálp hjá Ellý ömmu sem var viðstödd líka.Núna eru mamma og pabbi bara að hvíla sig. Mamma uppi á spítala en pabbi í kojunni hans Alexanders af því að Ellý amma fékk lánað rúmið hjá mömmu og pabba.
A á eftir að fara í blóðprufur í dag þar sem betur verður tékkað á því hvort hún hafi orðið fyrir skaða í öllu havaríinu og við látum ykkur vita hvernig það fer