Þetta er snúllurnar í hjónarúminu hjá mömmu sinni og pabba 🙂
Þær eru sem sagt komnar heim. Ekki alveg hægt að þurrka ánægjuglottið framan úr foreldrunum sem svífa um á bleiku skýi… Alla veganna þangað til að grátur um miðjar nætur byrjar 😉
28. okt
Í dag er merkisdagur.
Í dag á Matthildur Erla, stóra systir, nefnilega afmæli. Skutlan orðin 8 ára og alveg svakalega stór.
Af okkur spítaladýrunum er það að frétta hins vegar að þegar við mættum í gærmorgun höfðu sondurnar verið teknar úr snúllunum okkar.
“Þær eru orðnar svo stórar að þær þurfa þetta ekkert” sagði ein inni á Vöku og með því hafðist barningurinn.
Maður byrjar nefnilega að treysta svolítið á sondurnar eins og hvað manni var illa við þær til að byrja með. Ef þær gátu ekki klárað þá bara smellti maður í sprautu og setti í sondu. Núna þurfum við að hafa fyrir þessu, sérstaklega með B af því að hún er aðeins latari en systir sín sem er farin að “sjjjjúúúp”-a aftur.
Góðar fréttir eru þær að ef þær halda áfram að klára allt sem að þeim er rétt, þó það kosti smá vinnu, þá erum við líklega á leiðinni heim á mánudag/þriðjudag.
Það verður svakalegur lúxus. Þá er planið að eyða deginum í rúminu með stelpunum í ótrúlegri slökun utan veggja spítala. Meðal annars til að sjá svona hvernig þeirra drekkutími er og hvort þær eru alltaf svona meðvitundarlausar eða hvort það er af því að við erum alltaf að troða þær út…
Nýjar myndir komnar inn á albúmið okkar meðal annars með Erlu ömmu þegar hún kom í heimsókn.
Þangað til næst
Fimmtudagur…
… og stelpurnar okkar bara að verða 5
Daga þ.e.a.s.
Við Brynja skutumst heim í dag til að ná í fleiri föt. Ég fór nefnilega í gær og náði í eitthvað en það var flest aðeins of stórt. Krúttin passa ekki alveg í 50-56.
Því var farið heim í dag og nýja byrgðir sóttar og erum við nú á leiðinni upp á sjúkrahús.
Ekkert mikið að frétt svo sem nema að snúllunum miðar stöðugt fram. B er farin að drekka 30 ml. á brjósti í hverri gjöf en var 15 í gær. A er farin að drekka 15 í dag en var ekki á brjósti í gær. Þannig að það er stöðugur framgangur 🙂
Að öllum líkindum erum við Brynja svo að yfirgefa sæluna á Landsanum af því að það þarf að nota rúmin og stofuna sem við höfum verið í.
Reyndar bjóst ég alveg við því að það myndi gerast fyrr en þær hafa verið einstaklega góðar við okkur þarna uppi á sængurkvennagangi. Reyndar hafa allir verið alveg frábærir við okkar þarna 🙂
Þannig að á hádegi á morgun erum við Brynja útskrifuð. Verðum samt alveg örugglega uppi á Vöku allar okkur vökustundir þangað til við getum tekið prinsessurnar heim með okkur.
Og þá að föstum liðum: nýjar myndir á albúminu 🙂
Bið að heilsa í bili…
Lítil frænka
Haldið þið að stelpurnar okkar hafi ekki bara verið að eignast litla frænku.
Reyndar vitum við ekki alveg hversu litla, hún var bara að fæðast en Ævar og Ragnheiður voru að eignast litla stelpu núna rétt áðan.
Þið sem ekki vitið þá er Ævar bróðir hennar Brynju og Ragnheiður konan hans og þau búa á hæðinni fyrir ofan okkur í Krókavaðinu.
Það verða sem sagt 3 litla stelpur í litla tvíbýlinu okkar.