Tíminn líður ekkert smá hratt en samt finnst mér svo langt síðan ég var að remba stelpunun út. Margt hefur skeð á þessum langa stutta tíma, stelpurnar þyngjast vel en í síðustu vigtun sem var á miðvikudaginn síðasta vóg A 3520 gr og B 3550 gr þannig að það munar orðið ekki neitt á þeim. Alexander og Matthildur komu til okkar um helgina og voru þá að sjá systur sínar í fyrsta skipti. Þeim leyst bara vel á litlu systur og tvíburunum á stóru systkynin sín. Á laugardaginn var haldið afmæliskaffi fyrir Möttu en hún varð 8 ára 28 okt. Þar komu ömmur og afar, frænkur og frændur í vöfflur og annað góðgæti. Á sunnudeginum urðu tvillingasystur svo 4 vikna.
Gunnar fór aftur að vinna í dag og að því tilefni ákváðu systurnar að vaka og gráta til skiptis í alla nótt svo að mamma þeirra fengi nú örugglega engan svefn. Það bætti svo ekkert ástandið að ég mátti ekki gefa þeim brjóst í nótt, ég tók nebla inn steralyf í gær og þá er ekki ráðlagt að mjólkin sé drukkinn næsta hálfa sólahringinn. Fyrir þá sem ekki vita þá fékk ég stíflur í brjóstinn (á þeim tíma sem stelpurnar voru að koma heim) með tilheyrandi hita og óþægindum, fór þá til læknis og fékk pensilín sem virkaði ágætlega fyrir utan aukaverkanirnar sem lýsa sér í brjálæðislegum kláða um allan líkama og útbrot. Ég fór því til læknis aftur þegar ég var byrjuð að klóra mig til blóðs og fékk ofnæmislyf sem var ekki að virka á mig svo ég fór aftur og hann vissi ekkert og sendi mig á bráðamóttökuna á landspítalanum við Hringbraut en þar var nú bara nánast hlegið af því að ég skildi vera send þangað og mér bara bent að athuga hjá húðlæknum. Ég hringdi á nokkra staði og komst að því að ef ég vildi komast að hjá húðlækni þá þyrfti ég að bíða til janúar. Við gerðum okkur því bara ferð á Selfoss í gær og ég fór á vaktina þar, læknirinn sem ég lenti á skaffaði mér einum skammti af steralyfjum og sterkari ofnæmislyfjum svo ég ætla bara rétt að vona að þetta virki svo ég geti hætt að klóra mér og farið að sinna börnum og heimili. Að vera klóra sér í 3 vikur er svolítið of mikið finnst mér. En jæja nóg komið af sjúkrasögum mínum. Við erum komin með dagsetningu á skírnina en hún fer fram 16 des í Gaulverbæjarkirkju og er verið að skoða sali núna, nánasta fjölskyldan er orðin svo stór að það þýðir ekkert annað en að leigja veislusal fyrir svona atburð. Það verður svo gaman þegar það verður búið að skíra dömurnar og maður þarf ekki að titla þær A og B í kringum aðra.
Mér heyrist þvottavélin vera búin svo ætli það sé ekki best að hengja upp öll barnafötin og taubleyjurnar.