Stóru stelpurnar.

Dömurnar fóru í 6 vikna skoðun í dag, (ætti frekar að vera 7 vikna skoðun en hverju skiptir það) þær voru vigtaðar og mældar og er A orðin 57 cm og 4325 gr á meðan B er 56,5 cm og 4185 gr. A á vinninginn þessa vikuna því á meðan hún er búin að þyngst um 45 gr er B bara búin að þyngast um 5 gr. Ég verð bara að fara troða meira í B. Læknirinn var rosalega sáttur við stelpurnar og hrósaði þeim mikið. Þær voru svo sætar í skoðuninni A með gosbrunn en B með spennu í hárinu. DÚLLÓ Það er ekki hægt annað en að dást af þessum rúsínum, þær bræða alla sem að sjá þær sérstaklega núna þegar þær eru farnar að brosa til manns. Ahaaaaaaaaaaaa Skírnin er svo á sunnudaginn og það er búið að panta tertuna og setja systrunum og ömmunum fyrir í bakstri. Það verður svo gaman að geta talað við þær með fallegu nöfnum sínum en ekki bókstöfum. Skvísurnar í Krókavaðinu komust í blöðin í síðustu viku eða reyndar var það bara eitt blað en blað fyrir því, það kom nefla mynd af þeim í Sunnlenska fréttablaðinu. Fólk heldur líklega að um prentvillu sé að ræða þegar það les blaðið því þar er mynd af A og B og undir stendu móðir Bryjna frá Hólshúsum  til heimilis í Krókavaði 11 svo er mynd af Ísafold og þar stendur faðir Ævar frá Hólshúsum til heimilis Krókavaði 11. Gæti verið svolítið ruglingslegt. En jæja það er best að ganga frá barnafötum, við fengum ekki nema 6 kassa af barnafötum gefins í síðustu viku. Næst verður svo skrifað þegar uppljóstrað verður um nöfnin á skvísunum en þangað til sitjið spennt og bíðið hehe.

Vigtun.

Stelpurnar eru orðnar 6 vikna og 3 daga gamlar. Í dag kom Elín hjúkka að vigta þær og viti menn A er orðin þyngri en systir sín, hún var reyndar nýbúin að drekka en það munar 100 gr á þeim. A er orðin 4280 en B 4180 gr.  Stelpurnar eru farnar að brosa til útvaldra en fyrstu brosin hjá þeim báðum fékk Elín hjúkka í síðustu viku, ég verð að viðurkenna það að ég var svolítið abbó. Þær brosa ekki eftir pöntun get sagt ykkur, þó maður geifli sig og geri skrítin hljóð þá horfa þær bara á mann eins og maður sé eitthvað skrítinn. Þær eru orðnar rosalega duglegar að halda höfði og velta sér um, þó aðallega þegar þær verða pirraðar því þá sprikkla þær svo mikið. Í morgun fórum við stelpurnar í göngutúr með Ragnheiði og Ísafold. Þegar svo við komum heim sváfu stelpurnar áfram úti í vagninum og fannst þeim það greinilega mjög notalegt.

4000 grömmunum náð

Elín kom í gær og vigtaði stelpurnar og var A 4050 gr en B 4060 gr. Þá er þeim áfanga náð og stelpurnar orðnar nógu stórar til að manni finnist óhætt að fara með þær meira út eins og í vagninn og kannski í eina og eina búð. Okkur var bent á það uppá vökudeild að bíða þar til að þær næðu þessari þyngd áður en maður færi að flækjast með þær á fjölmenna staði. Núna ættu líkamar þeirra að vera orðnir nógu sterkir til að takast á þeim sýklum og smitum sem geta verið á fjölmennum stöðum.

Þetta er nú meiri runubunan hjá mér en þið skiljið mig.

Hvít jörð.

Það hellist yfir mann jólastemming þegar maður lítur út um gluggann, hvít jörð og jólaljósin farin að tínast í glugga og garða hjá fólki. Ég meira að segja búin að hengja upp eitt ljós og væri til í að fara baka jólasmákökur ef að klukkan væri aðeins meira en 9 að morgni.

Það gengur vel með stelpurnar fyrir utan nokkrar sveflausar nætur en það er allt á leiðinni í rétta átt. Ég fór með B til læknis á þriðjudaginn í síðustu viku vegna kúlu sem hafði myndast á hálsinum á henni. Hún var skoðuð, send í sónar og tekin blóðprufa. Hún stóð sig eins og hetja, heyrðist ekki í henni nema þegar hún var skoðuð í sónarnum, var ekki alveg sátt við það. Það kom í ljós að þetta er einhver örvöxtur í vöðvavefnum sem er ekkert hættulegt og á að vera hægt að laga með réttri líkamsstellingu og sjúkraþjálfun. Við mæðgur fórum að hitta sjúkraþjálfara upp á barnaspítala í gær og hann var svona að skoða hana og benda mér á hvað ég get gert til að hjálpa, hún sveigir líkamann nebla til hægri og það getur verið slæmt til lengdar. Við eigum svo að mæta hjá sjúkraþjálfaranum aftur á fimmtudaginn í næstu viku.

Það er búið að vera svoldið mikið flakk á okkur síðustu daga, á föstudaginn fórum við mæðgur í smá útréttingar, á laugardeginum komu Eiríkur og Lotta í heimsókn að skoða dömurnar í fyrsta skipti, á sunnudeginum fórum við fjölskyldan til Þorlákshafnar í heimsókn til langafa Garðars og Diddu en þau áttu alveg eftir að sjá stelpurnar. Á mánudeginum héldum við stelpurnar á Selfoss í góða veðrinu og tókum vagninn með okkur, amma og Linda komu svo með okkur í göngutúr.  Ellý Hrund leit við til að sjá en hún átti það alveg eftir. Í gær var það svo sjúkraþjálfarinn en í dag er ekkert planað svo ætli maður verði ekki bara heima hjá sér. Elín hjúkka kemur reyndar í dag að vigta og skoða stelpurnar en við verðum svo bara í rólegheitunum heima við. Kannski ef veður leyfir og mamman nennir þá taki maður rölt með vagnin en það kemur bara í ljós. En ætli ég leggist ekki aftur uppí til stelpnanna minna og leggi mig til 11. En já ekki má gleyma að segja frá því að við stelpurnar fórum í bað saman í gær, bara notalegt það var ekkert pissað og ekkert kúkað en það var ælt smá en hverjum hefur verið meint af smá mjólkurbaði. B fannst þetta æðislegt og held ég að hún sé alveg tilbúin í ungbarnasundið en A er ekki alveg eins örugg. Það eru svo komnar inn nokkrar nýjar myndir í fjölskyldu og tvillinga albúmunum.

Inga var svo að spyrja hvernig mér gengi einni heima með stelpurnar eftir að Gunnar fór að vinna og hvort ég kæmi eitthverju í verk. Það gengur bara ágætlega, versta er líklegast þegar ég er að gefa annari brjóst og hin vælir á meðan, þá finnst mér ég vera voða vond mamma. Svo er það að koma eitthverju í verk og að hvíla sig á daginn, það kemur ekki alltaf heim og saman, ég set í þvottavél, hengi upp og brýt saman og held heimilinu þokkalega hreinu en gleymi yfirleitt að hvíla mig eða hef bara ekki tíma.Í gær ætlaði ég sko heldur betur að leggjast í sófann og slappa af en fyrst þurfti að gera hitt og þetta og svo var dagurinn bara búinn.                         

Nóg blaður í bili er komin með barn á brjóst og klukkan orðin 10. ¼/p>