Við erum 3 mánaða.

Já svona líður tíminn fljótt, litlu skotturnar orðnar 3 mánaða. Þær byrjuðu daginn á því að fara í ræktina með mömmu sinni, reyndar svaf Þórunn Elísa allan tíma en Freydís Ólöf spriklaði smávegis og söng. Eftir ræktina fóru mæðgurnar svo í klippingu en mamma lét bara klippa sig í þetta skiptið, þó það mætti nú alveg snyrta hárið á skvísunum litlu. Annars er ekki mikið að segja eins og er, þær stækka bara og stækka, þyngjast vel og fríkka með hverjum degi sem líður ef það er þá hægt.

13 vikna

Þær hætta víst ekkert að stækka, snúllurnar okkar…
13 vikna í dag og orðnar alveg þvílíkt stórar. Svo stórar að mamma sá sig tilneydda að klæða dömurnar í sparikjóla í dag bara til að geta sagt að þær hafi einhvern tímann farið í þá. Að sjálfsögðu tók pabbi sig til og smellti af nokkrum myndum sem við ætlum að láta fylgja hérna að meðtaldri eins og einni skírnarkjólamynd sem við tókum í gær heima hjá Ömmu og Afa í Suðurenginu í gær.

img_1176.JPG
img_1177.JPG
img_1167.JPG

Stórar stelpur

Eða kannski bara þungar ?

Málið er alla veganna það að snúllurnar í Krókavaðinu voru vigtaðar í dag.
Elín hjúkka kom í heimsókn og að sjálfsögðu hélt hún ekki vatni yfir dömunum, fannst þær orðnar alveg risastórar.

Aftur að vigtuninni:
Þórunn Elísa, mathákur með meiru er slétt 5000gr. samkvæmt síðustu mælingum.
Freydís Ólöf er ekkert að borða neitt minna, fer bara nettar með það og er 4890gr.

Við Brynja vorum svo að fara í gegnum myndirnar og aðeins að endurskipuleggja albúmið okkar. Núna er sér mappa fyrir 2007 og önnur fyrir 2008.
Að sjálfsögðu hentum við inn slatta af myndum í 2007 möppuna og nokkrum í 2008 möppuna. Auk þess fengu bæði fjölskyldualbúmið og systkynaalbúmið nokkrar myndir hvort.

Annars leggst þetta nýja ár bara vel í okkur. Stelpurnar búnar að senda pabba aftur í líkamsræktina og eru að velja stað fyrir mömmu. Gengur ekkert að hafa þau með jólalýsið lengur.
Þær ætla svo sjálfar að fara að æfa í náinni framtíð því það er búið að panta í ungbarnasund fyrir þær.
Námskeiðið byrjar í mars og ætlum við að vera í sundlauginni á Reykjalundi þar sem Tara Dís frænka var sunddrottning á sínu yngra ári.

Bless í bili

Gleðilegt nýtt ár.

Jæja þá eru hátíðirnar nánst að baki og við tekur rólega lífið eða allavega eins rólegt og það getur verið með tvær litlar skottur. Þær hafa verið ósköp þægar yfir jólin, eru kannski ekki alltaf til í að sofa á næturnar en það hlýtur að koma með vorinu. 🙂

Við byrjuðum aðfangadag á því að fara á Selfoss í möndlugraut, Gunnar vann möndluna og fékk í pakka konfekt og tvær englastyttur sem pössuðu vel handa Þórunni og Freydísi. Eftir grautinn var haldið til Þorlákshafnar og byrjað að finna sig til fyir jólin. Það var etið og teknir upp pakkar og svo var etið aðeins meira en eftir það haldið til Gyðu og Sigfúsar þar sem var étið ennþá meira.
Stelpurnar voru nú bara nokkuð þægar fyrsta aðfangadagskvöldið sitt en það breyttist aðeins þegar líða tók á nóttina því þá fór líklega reykti maturinn að segja til sín. Nóttin tók enda og við vöknuðum í rafmagnsleysi í Þorló. Við yfirgáfum því sjávarþorpið og héldum í vonskuviðri á Selfoss í kaffi og kvöldmat með allri Hólshúss familíuni. Um kvöldið, eftir massíft át var svo haldið aftur til Hafnarinnar. Á annan í jólum, eftir aðra ennþá erfiðari nótt var matarboð í Þorlákshöfn með nánust fjölskyldu Gunnars. Matthildur Erla kom með Herjólfi um morguninn og um kvöldið fórum við öll heim í Krókavaðið.
Lífinu var svo tekið rólega á milli jóla og nýárs. Fórum reyndar í barnaafmæli þann 28. en þann 29. fór ég með stelpurnar allar á jólaball í sveitinni og gisti með þær á Selfossi. 30. des var hundleiðinlegt veður og ekkert gert. 31 var svo byrjað að undirbúa nýja árið. Við elduðum með Ævari og Ragnheiði á efri hæðinni og buðum mömmu og pabba í mjög svo vel heppnaðan mat. Seinna um kvöldið kom Bjarney og co og eftir miðnætti rak Sjöfn og co inn nefið. Nýjársdagur var svo tekinn í rólegheitunum á náttfötunum fyrir framan sjónvarpið. Systurnar voru mjög stiltar þegar nýja árið gekk í garð og skáluðu í brjóstamjólk.

3. jan fór ég með Freydísi Ólöfu til sjúkraþjálfara og þarf hún bara að mæta einu sinni aftur eftir mánuð. Freydís hefur nebla verið svo dugleg að rétta sig sjálf.

Þórunn Elísa og Freydís Ólöf stækka og stækka og virðist hárið á þeim síkka með, það nær orðið niður fyrir eyru. Þær verða næst vigtaðar 8. jan og verður þá fróðlegt að sjá hvað þær hafa þyngst um jólinn.

Segi þetta gott í bili.