16 vikna

Að hugsa sér hvað tíminn er fljótur að líða. Systurnar eru að verða 4 mánaða eftir 10 daga og maður sér það bara á þroska þeirra. Freydís til dæmis var að reyna að snúa sér yfir á magann á föstudaginn, þær snúa sér orðið af maganum yfir á bakið en hitt á víst ekki að koma alveg strax. Við settum þær í bað um daginn, lögðum þær í stóra baðkarið með bara það miklu vatni að þegar þær lágu á bakinu þá flæddi rétt yfir eyru og þeim finnst þetta æðislegt. Þær sprikkla alveg á fullu, skvetta langt upp á veggi og gera mömmu sína og pabba alveg rennandi blaut. Þær eru rosalega duglegar að sofa á næturnar, til dæmis í nótt þá voru þær sofnaðar um miðnætti og vöknuðu ekki fyrr en klukkan hálf tíu í morgun, þá voru brjóstinn á mömmunni auðvitað gjörsamlega að springa og þurftu þær ekkert að hafa fyrir því að sjúga því að mjólkin bara sprautaðist upp í þær. Yfirleitt eru þær að vakna um 7-8 leitið á morgnana sem er als ekki slæmt en þetta var bónus. Veðrið hefur verið svo leiðinlegt undafarna mánuði að það hefur verið lítið gert af því að láta dömurnar sofa úti og hvað þá að fara í göngutúra með þær í vagninum en nú fer vonandi að vora og að veðrið fari að lagast. Þær sváfu reyndar í klukkutíma úti í gær og 2 tíma á fimmtudaginn. Kannski við reynum að fara í smá göngutúr í dag, þar að segja ef mér tekst að ýta vagninum í snjónum en fyrst ætla ég að kúra hjá þeim í smá stund.

3 mánaða skoðun

Stóru stelpurnar okkar fóru í 3 mánaða skoðun í daga (eru reyndar 14 vikna og 3 daga), það kom allt vel út þar.

Þær mældust:

Freydís Ólöf  5325 gr. 60,5 cm og höfuðmál 40 cm.

Þórunn Elísa  5470 gr. 61 cm og höfuðmál 40 cm.

Þær voru líka sprautaðar við kikhósta, barnaveiki, stífkrampa, Hib ( Haemophilus influenzae sjúkdómur) og mænusótt í einni sprautu. Þær stóðu sig eins og hetjur, Freydís grét smá þegar efninu var sprautað í lærið á henni en svo var það strax búið en Þórunn var ekki alveg eins sátt við læknirinn, henni fannst nebla ekkert gaman þegar hann var að skoða á henni eyrun og svo grét hún svo sárt þegar hann stakk hana með sprautunni (maður fann svo til með henni æ æ). Við tókum myndavélina með og smelltum af nokkrum myndum sem við setjum inn bráðlega.

14 vikna

Fallegu stelpurnar okkar eru orðnar 14 vikna. Heilsan hefur ekki verið upp á það besta hjá þeim systrunum síðustu dagana sérstaklega ekki hjá Þórunni Elísu en hún er með svo ljótan hósta. Er að spá í að fara með hana til læknis á morgun. Vegna veðurs og heilsufars erum við stelpurnar búnar að vera heima frá því á fimmtudag, erum komnar með smá innilokunarkennd.  Það er vonandi að við getum farið í hittinginn hjá mömmuklúbbnum á morgun sem átti reyndar að vera á föstudaginn í síðustu viku en var frestað vegna veðurs. Stelpurnar sváfu báðar inni í herberginu sínu í nótt en það er fyrsta skipti sem það gerist, Freydís Ólöf hefur verið að sofa inni hjá okkur Gunnari en Þórunn Elísa inní barnaherbergi, þær hafa ekki getað sofnað á kvöldin í sama herberginu því þær æstu alltaf hvor aðra upp í grátri. Það er vonandi að þetta gangi vel núna. Við breyttum í barnaherberginu í gær þegar við vorum að færa rúmið hennar Freydísar inn, það kemur rosalega flott út. En jæja við ætlum að fara að baka vöfflur, bæta okkur það upp að við komumst ekki í afmæliskaffið hans Fannars Leví.