Það styttist í 4 mánaða afmælið. Það hefur nú frekar lítið verið á döfinni hjá okkur síðustu dagana. Á þriðjudaginn í síðustu viku fórum við að fylgjast með ungbarnasundi á Reykjalundi en stelpurnar byrja á námskeiði þar 4 mars, leyst okkur bara rosalega vel á og erum við orðin annsi spennt að byrja. Á fimmtudaginn síðasta fór ég með Freydísi til Helgu sjúkraþjálfara, henni leyst bara vel á Freydísi en vill að við gerum æfingar til að liðka hálsvöðvana og svo eigum við að koma aftur eftir 3 vikur. Gunnar fór í sumarbústað með vinum sínum um helgina svokallaða NÖRDABÚSTAÐAFERÐ, þá fara þeir nokkrir strákar saman og eyða helginni spilandi tölvuleiki(nörd), drekkandi bjór og étandi góðan mat. Við mæðgur fórum því bara á Selfoss til ömmu og afa í Suðurenginu og vorum þar yfir helgina. Á föstudeginum þegar amma var búin að vinna fórum við í heimsókn til Sjönu (gömul kona sem átti heima við hliðina á mér í sveitinni þegar ég var barn) og var hún að sjá stelpurnar í fyrsta sinn. Henni fannst þær mikið mannalegar með allt þetta hár. Um kvöldið á föstudeginum fórum við til Rúnu og co í sveitina í smá heimsókn en eftir það var farið í Suðurengið að sofa. Á laugardagsmorguninn skriðum við allar uppí til ömmu þegar afi var farinn frammúr og kúrðum, þegar amma var farin á fætur kom Linda uppí í staðinn og sváfum við framm að hádegi. Það er svo gott að kúra hjá þessum stelpum að það er nánast slegist um það. Eftir hádegi kom Urður með Tönju Margréti og Dominic Þór í heimsókn, þau stoppuðu í dágóðan tíma og spjölluðu við okkur. Þegar þau voru farin þá kíktum við í heimsókn til Imbu, Jóa og strákana þeirra. Á sunnudeginum var haldið upp á afmælið hans Dags Arnar en hann varð 3 ára 13 febrúar, það var svaka veisla heima hjá honum, fullt af kökum og öðru gómsæti. Það var rosalega gott að koma heim til sín aftur eftir allt þetta flakk og vorum við mæðgur ( sérstaklega mamman) rænulausar til 12 að hádegi á mánudeginum, héldum okkur bara innandyra allan daginn og höfðum það kósí.
Jæja nóg í bili, hentum inn nokkrum myndum í Tvillingarnir 2008 albúmið. Endilega kíkið og kvittið í gestabókina 🙂
Til hamingju með 4 mánaða afmælið elsku dúllurnar okkar
Þúsund stórir kossar og knús frá mömmu og pabba