16 vikna

Að hugsa sér hvað tíminn er fljótur að líða. Systurnar eru að verða 4 mánaða eftir 10 daga og maður sér það bara á þroska þeirra. Freydís til dæmis var að reyna að snúa sér yfir á magann á föstudaginn, þær snúa sér orðið af maganum yfir á bakið en hitt á víst ekki að koma alveg strax. Við settum þær í bað um daginn, lögðum þær í stóra baðkarið með bara það miklu vatni að þegar þær lágu á bakinu þá flæddi rétt yfir eyru og þeim finnst þetta æðislegt. Þær sprikkla alveg á fullu, skvetta langt upp á veggi og gera mömmu sína og pabba alveg rennandi blaut. Þær eru rosalega duglegar að sofa á næturnar, til dæmis í nótt þá voru þær sofnaðar um miðnætti og vöknuðu ekki fyrr en klukkan hálf tíu í morgun, þá voru brjóstinn á mömmunni auðvitað gjörsamlega að springa og þurftu þær ekkert að hafa fyrir því að sjúga því að mjólkin bara sprautaðist upp í þær. Yfirleitt eru þær að vakna um 7-8 leitið á morgnana sem er als ekki slæmt en þetta var bónus. Veðrið hefur verið svo leiðinlegt undafarna mánuði að það hefur verið lítið gert af því að láta dömurnar sofa úti og hvað þá að fara í göngutúra með þær í vagninum en nú fer vonandi að vora og að veðrið fari að lagast. Þær sváfu reyndar í klukkutíma úti í gær og 2 tíma á fimmtudaginn. Kannski við reynum að fara í smá göngutúr í dag, þar að segja ef mér tekst að ýta vagninum í snjónum en fyrst ætla ég að kúra hjá þeim í smá stund.

2 replies on “16 vikna”

  1. Hæhæ skvís,
    Við þyggjum matarboðið en það verður að vera einhvern tíman eftir páska þegar Hjalli kemur suður (því hann verður fyrir norðan á Akureyri þangað til þá). En mig langar samt rosalega að hitta þig eitthvað fyrr enda mun ég hafa nægan tíma fyrir höndum 😉

    Knús, Inga

Comments are closed.