3 mánaða skoðun

Stóru stelpurnar okkar fóru í 3 mánaða skoðun í daga (eru reyndar 14 vikna og 3 daga), það kom allt vel út þar.

Þær mældust:

Freydís Ólöf  5325 gr. 60,5 cm og höfuðmál 40 cm.

Þórunn Elísa  5470 gr. 61 cm og höfuðmál 40 cm.

Þær voru líka sprautaðar við kikhósta, barnaveiki, stífkrampa, Hib ( Haemophilus influenzae sjúkdómur) og mænusótt í einni sprautu. Þær stóðu sig eins og hetjur, Freydís grét smá þegar efninu var sprautað í lærið á henni en svo var það strax búið en Þórunn var ekki alveg eins sátt við læknirinn, henni fannst nebla ekkert gaman þegar hann var að skoða á henni eyrun og svo grét hún svo sárt þegar hann stakk hana með sprautunni (maður fann svo til með henni æ æ). Við tókum myndavélina með og smelltum af nokkrum myndum sem við setjum inn bráðlega.

One reply on “3 mánaða skoðun”

  1. Hæhæ skvísur,

    Stelpurnar stækka og stækka og alltaf með jafn mikið og fallegt hár 🙂 þvílík öfund í gangi hehe
    Vonandi að stelpurnar hafi ekki fengið hita eftir sprautuna….Gunnar var svo heppinn að sleppa við hita og óróleika en hann fékk 2 sprautur, eina í sitthvort lærið…spurning hvort það sé einhver munur á sprautunum hér úti og heima!!!

    Okkur hlakkar rosalega til að hitta ykkur á Íslandinu

    Kveðjur, Inga og Gunnar Hólm

Comments are closed.