Stóru stelpurnar okkar fóru í 3 mánaða skoðun í daga (eru reyndar 14 vikna og 3 daga), það kom allt vel út þar.
Þær mældust:
Freydís Ólöf 5325 gr. 60,5 cm og höfuðmál 40 cm.
Þórunn Elísa 5470 gr. 61 cm og höfuðmál 40 cm.
Þær voru líka sprautaðar við kikhósta, barnaveiki, stífkrampa, Hib ( Haemophilus influenzae sjúkdómur) og mænusótt í einni sprautu. Þær stóðu sig eins og hetjur, Freydís grét smá þegar efninu var sprautað í lærið á henni en svo var það strax búið en Þórunn var ekki alveg eins sátt við læknirinn, henni fannst nebla ekkert gaman þegar hann var að skoða á henni eyrun og svo grét hún svo sárt þegar hann stakk hana með sprautunni (maður fann svo til með henni æ æ). Við tókum myndavélina með og smelltum af nokkrum myndum sem við setjum inn bráðlega.
Hæhæ skvísur,
Stelpurnar stækka og stækka og alltaf með jafn mikið og fallegt hár 🙂 þvílík öfund í gangi hehe
Vonandi að stelpurnar hafi ekki fengið hita eftir sprautuna….Gunnar var svo heppinn að sleppa við hita og óróleika en hann fékk 2 sprautur, eina í sitthvort lærið…spurning hvort það sé einhver munur á sprautunum hér úti og heima!!!
Okkur hlakkar rosalega til að hitta ykkur á Íslandinu
Kveðjur, Inga og Gunnar Hólm