Fallegu stelpurnar okkar eru orðnar 14 vikna. Heilsan hefur ekki verið upp á það besta hjá þeim systrunum síðustu dagana sérstaklega ekki hjá Þórunni Elísu en hún er með svo ljótan hósta. Er að spá í að fara með hana til læknis á morgun. Vegna veðurs og heilsufars erum við stelpurnar búnar að vera heima frá því á fimmtudag, erum komnar með smá innilokunarkennd. Það er vonandi að við getum farið í hittinginn hjá mömmuklúbbnum á morgun sem átti reyndar að vera á föstudaginn í síðustu viku en var frestað vegna veðurs. Stelpurnar sváfu báðar inni í herberginu sínu í nótt en það er fyrsta skipti sem það gerist, Freydís Ólöf hefur verið að sofa inni hjá okkur Gunnari en Þórunn Elísa inní barnaherbergi, þær hafa ekki getað sofnað á kvöldin í sama herberginu því þær æstu alltaf hvor aðra upp í grátri. Það er vonandi að þetta gangi vel núna. Við breyttum í barnaherberginu í gær þegar við vorum að færa rúmið hennar Freydísar inn, það kemur rosalega flott út. En jæja við ætlum að fara að baka vöfflur, bæta okkur það upp að við komumst ekki í afmæliskaffið hans Fannars Leví.
Comments are closed.
Vonandi batnar hóstinn fljótt og vel.
kveðjur frá okkur öllum