Eða kannski bara þungar ?
Málið er alla veganna það að snúllurnar í Krókavaðinu voru vigtaðar í dag.
Elín hjúkka kom í heimsókn og að sjálfsögðu hélt hún ekki vatni yfir dömunum, fannst þær orðnar alveg risastórar.
Aftur að vigtuninni:
Þórunn Elísa, mathákur með meiru er slétt 5000gr. samkvæmt síðustu mælingum.
Freydís Ólöf er ekkert að borða neitt minna, fer bara nettar með það og er 4890gr.
Við Brynja vorum svo að fara í gegnum myndirnar og aðeins að endurskipuleggja albúmið okkar. Núna er sér mappa fyrir 2007 og önnur fyrir 2008.
Að sjálfsögðu hentum við inn slatta af myndum í 2007 möppuna og nokkrum í 2008 möppuna. Auk þess fengu bæði fjölskyldualbúmið og systkynaalbúmið nokkrar myndir hvort.
Annars leggst þetta nýja ár bara vel í okkur. Stelpurnar búnar að senda pabba aftur í líkamsræktina og eru að velja stað fyrir mömmu. Gengur ekkert að hafa þau með jólalýsið lengur.
Þær ætla svo sjálfar að fara að æfa í náinni framtíð því það er búið að panta í ungbarnasund fyrir þær.
Námskeiðið byrjar í mars og ætlum við að vera í sundlauginni á Reykjalundi þar sem Tara Dís frænka var sunddrottning á sínu yngra ári.
Bless í bili
æðislegar bumbumyndir – en var þetta ekki með lengri meðgöngum frá feb 11 2004 – okt 21 2007 ?
kveðja
kaffikella frænka
Ljósmyndarinn okkar var greinilega með eitthvað vanstillta myndavél og við vorum ekkert að spá í því áður en við settum þetta upp 🙂
takk fyrir okkur í dag:)
búin að setja inn fullt af myndum 🙂
Já sama hér, takk kærlega fyrir okkur:) Það var gaman að sjá ykkur mæðgur og stelpurnar eru algjört æði:)
Já mér líst vel á að þið skellið ykkur í sundið á Reykjalundi. Það er mjög gaman þar, og er ég pínu farin að sakna Stórafóts, og litlu andarunganna. Mamma og pabbi klikkuðum reyndar á því að halda því við að láta mig kafa, þannig ég er bara að æfa mig sjálfur með því að stinga andlitinu ofan í vatnið þegar ég er í baði en mér finnst það mjög gaman líka 🙂