Jæja þá eru hátíðirnar nánst að baki og við tekur rólega lífið eða allavega eins rólegt og það getur verið með tvær litlar skottur. Þær hafa verið ósköp þægar yfir jólin, eru kannski ekki alltaf til í að sofa á næturnar en það hlýtur að koma með vorinu. 🙂
Við byrjuðum aðfangadag á því að fara á Selfoss í möndlugraut, Gunnar vann möndluna og fékk í pakka konfekt og tvær englastyttur sem pössuðu vel handa Þórunni og Freydísi. Eftir grautinn var haldið til Þorlákshafnar og byrjað að finna sig til fyir jólin. Það var etið og teknir upp pakkar og svo var etið aðeins meira en eftir það haldið til Gyðu og Sigfúsar þar sem var étið ennþá meira.
Stelpurnar voru nú bara nokkuð þægar fyrsta aðfangadagskvöldið sitt en það breyttist aðeins þegar líða tók á nóttina því þá fór líklega reykti maturinn að segja til sín. Nóttin tók enda og við vöknuðum í rafmagnsleysi í Þorló. Við yfirgáfum því sjávarþorpið og héldum í vonskuviðri á Selfoss í kaffi og kvöldmat með allri Hólshúss familíuni. Um kvöldið, eftir massíft át var svo haldið aftur til Hafnarinnar. Á annan í jólum, eftir aðra ennþá erfiðari nótt var matarboð í Þorlákshöfn með nánust fjölskyldu Gunnars. Matthildur Erla kom með Herjólfi um morguninn og um kvöldið fórum við öll heim í Krókavaðið.
Lífinu var svo tekið rólega á milli jóla og nýárs. Fórum reyndar í barnaafmæli þann 28. en þann 29. fór ég með stelpurnar allar á jólaball í sveitinni og gisti með þær á Selfossi. 30. des var hundleiðinlegt veður og ekkert gert. 31 var svo byrjað að undirbúa nýja árið. Við elduðum með Ævari og Ragnheiði á efri hæðinni og buðum mömmu og pabba í mjög svo vel heppnaðan mat. Seinna um kvöldið kom Bjarney og co og eftir miðnætti rak Sjöfn og co inn nefið. Nýjársdagur var svo tekinn í rólegheitunum á náttfötunum fyrir framan sjónvarpið. Systurnar voru mjög stiltar þegar nýja árið gekk í garð og skáluðu í brjóstamjólk.
3. jan fór ég með Freydísi Ólöfu til sjúkraþjálfara og þarf hún bara að mæta einu sinni aftur eftir mánuð. Freydís hefur nebla verið svo dugleg að rétta sig sjálf.
Þórunn Elísa og Freydís Ólöf stækka og stækka og virðist hárið á þeim síkka með, það nær orðið niður fyrir eyru. Þær verða næst vigtaðar 8. jan og verður þá fróðlegt að sjá hvað þær hafa þyngst um jólinn.
Segi þetta gott í bili.