Stóru stelpurnar.

Dömurnar fóru í 6 vikna skoðun í dag, (ætti frekar að vera 7 vikna skoðun en hverju skiptir það) þær voru vigtaðar og mældar og er A orðin 57 cm og 4325 gr á meðan B er 56,5 cm og 4185 gr. A á vinninginn þessa vikuna því á meðan hún er búin að þyngst um 45 gr er B bara búin að þyngast um 5 gr. Ég verð bara að fara troða meira í B. Læknirinn var rosalega sáttur við stelpurnar og hrósaði þeim mikið. Þær voru svo sætar í skoðuninni A með gosbrunn en B með spennu í hárinu. DÚLLÓ Það er ekki hægt annað en að dást af þessum rúsínum, þær bræða alla sem að sjá þær sérstaklega núna þegar þær eru farnar að brosa til manns. Ahaaaaaaaaaaaa Skírnin er svo á sunnudaginn og það er búið að panta tertuna og setja systrunum og ömmunum fyrir í bakstri. Það verður svo gaman að geta talað við þær með fallegu nöfnum sínum en ekki bókstöfum. Skvísurnar í Krókavaðinu komust í blöðin í síðustu viku eða reyndar var það bara eitt blað en blað fyrir því, það kom nefla mynd af þeim í Sunnlenska fréttablaðinu. Fólk heldur líklega að um prentvillu sé að ræða þegar það les blaðið því þar er mynd af A og B og undir stendu móðir Bryjna frá Hólshúsum  til heimilis í Krókavaði 11 svo er mynd af Ísafold og þar stendur faðir Ævar frá Hólshúsum til heimilis Krókavaði 11. Gæti verið svolítið ruglingslegt. En jæja það er best að ganga frá barnafötum, við fengum ekki nema 6 kassa af barnafötum gefins í síðustu viku. Næst verður svo skrifað þegar uppljóstrað verður um nöfnin á skvísunum en þangað til sitjið spennt og bíðið hehe.

2 replies on “Stóru stelpurnar.”

  1. Ég komst svo að því að það munar víst 100 grömmum á vigtum, þeirri sem hjúkkan notar hérna heima og þeirri niðri á heilsugæslu. Svo að þær hafa víst þyngst meira en það sem kemur framm. Hjúkket bara ég var farin að hafa áhyggjur að B hefði ekki þyngst nóg.

Comments are closed.