Stelpurnar eru orðnar 6 vikna og 3 daga gamlar. Í dag kom Elín hjúkka að vigta þær og viti menn A er orðin þyngri en systir sín, hún var reyndar nýbúin að drekka en það munar 100 gr á þeim. A er orðin 4280 en B 4180 gr. Stelpurnar eru farnar að brosa til útvaldra en fyrstu brosin hjá þeim báðum fékk Elín hjúkka í síðustu viku, ég verð að viðurkenna það að ég var svolítið abbó. Þær brosa ekki eftir pöntun get sagt ykkur, þó maður geifli sig og geri skrítin hljóð þá horfa þær bara á mann eins og maður sé eitthvað skrítinn. Þær eru orðnar rosalega duglegar að halda höfði og velta sér um, þó aðallega þegar þær verða pirraðar því þá sprikkla þær svo mikið. Í morgun fórum við stelpurnar í göngutúr með Ragnheiði og Ísafold. Þegar svo við komum heim sváfu stelpurnar áfram úti í vagninum og fannst þeim það greinilega mjög notalegt.
Comments are closed.
Hellú.
Gaman af þessum áfanga, núna er A loksins Stóra systir í orðsins fyllstu….
Sjáumst á sunnudaginn í laufabrauðsgerð.
Kveðja Bjarney
hæhæ mikið er gaman að fylgjast með ykkur og sjá hvað dömurnar braggast vel…verðum að fara hittast við tækifæri það er orðið of langt síðan síðast…
kær kveðja Ester ,kiddi og Jón Bragi
alltaf gott að hvíla sig í góðum félagsskap!
Mikið hlakka ég til þegar hægt verður að nota nöfnin þeirra í stað A og B ;o)
sjáumst vonandi fljótlega en frænka hefur ekki viljað koma í heimsókn því hún er búin að vera svo kvefuð.
bestu kveðjur frá öllum