4000 grömmunum náð

Elín kom í gær og vigtaði stelpurnar og var A 4050 gr en B 4060 gr. Þá er þeim áfanga náð og stelpurnar orðnar nógu stórar til að manni finnist óhætt að fara með þær meira út eins og í vagninn og kannski í eina og eina búð. Okkur var bent á það uppá vökudeild að bíða þar til að þær næðu þessari þyngd áður en maður færi að flækjast með þær á fjölmenna staði. Núna ættu líkamar þeirra að vera orðnir nógu sterkir til að takast á þeim sýklum og smitum sem geta verið á fjölmennum stöðum.

Þetta er nú meiri runubunan hjá mér en þið skiljið mig.

One reply on “4000 grömmunum náð”

  1. Vá hvað þið eruð duglegar að drekka elsku litlu snúllur og ótrúlega svipaðar í þyngd 🙂 Sjáumst vonandi fljótlega
    kv. Hjördís og co.

Comments are closed.