Það hellist yfir mann jólastemming þegar maður lítur út um gluggann, hvít jörð og jólaljósin farin að tínast í glugga og garða hjá fólki. Ég meira að segja búin að hengja upp eitt ljós og væri til í að fara baka jólasmákökur ef að klukkan væri aðeins meira en 9 að morgni.
Það gengur vel með stelpurnar fyrir utan nokkrar sveflausar nætur en það er allt á leiðinni í rétta átt. Ég fór með B til læknis á þriðjudaginn í síðustu viku vegna kúlu sem hafði myndast á hálsinum á henni. Hún var skoðuð, send í sónar og tekin blóðprufa. Hún stóð sig eins og hetja, heyrðist ekki í henni nema þegar hún var skoðuð í sónarnum, var ekki alveg sátt við það. Það kom í ljós að þetta er einhver örvöxtur í vöðvavefnum sem er ekkert hættulegt og á að vera hægt að laga með réttri líkamsstellingu og sjúkraþjálfun. Við mæðgur fórum að hitta sjúkraþjálfara upp á barnaspítala í gær og hann var svona að skoða hana og benda mér á hvað ég get gert til að hjálpa, hún sveigir líkamann nebla til hægri og það getur verið slæmt til lengdar. Við eigum svo að mæta hjá sjúkraþjálfaranum aftur á fimmtudaginn í næstu viku.
Það er búið að vera svoldið mikið flakk á okkur síðustu daga, á föstudaginn fórum við mæðgur í smá útréttingar, á laugardeginum komu Eiríkur og Lotta í heimsókn að skoða dömurnar í fyrsta skipti, á sunnudeginum fórum við fjölskyldan til Þorlákshafnar í heimsókn til langafa Garðars og Diddu en þau áttu alveg eftir að sjá stelpurnar. Á mánudeginum héldum við stelpurnar á Selfoss í góða veðrinu og tókum vagninn með okkur, amma og Linda komu svo með okkur í göngutúr. Ellý Hrund leit við til að sjá en hún átti það alveg eftir. Í gær var það svo sjúkraþjálfarinn en í dag er ekkert planað svo ætli maður verði ekki bara heima hjá sér. Elín hjúkka kemur reyndar í dag að vigta og skoða stelpurnar en við verðum svo bara í rólegheitunum heima við. Kannski ef veður leyfir og mamman nennir þá taki maður rölt með vagnin en það kemur bara í ljós. En ætli ég leggist ekki aftur uppí til stelpnanna minna og leggi mig til 11. En já ekki má gleyma að segja frá því að við stelpurnar fórum í bað saman í gær, bara notalegt það var ekkert pissað og ekkert kúkað en það var ælt smá en hverjum hefur verið meint af smá mjólkurbaði. B fannst þetta æðislegt og held ég að hún sé alveg tilbúin í ungbarnasundið en A er ekki alveg eins örugg. Það eru svo komnar inn nokkrar nýjar myndir í fjölskyldu og tvillinga albúmunum.
Inga var svo að spyrja hvernig mér gengi einni heima með stelpurnar eftir að Gunnar fór að vinna og hvort ég kæmi eitthverju í verk. Það gengur bara ágætlega, versta er líklegast þegar ég er að gefa annari brjóst og hin vælir á meðan, þá finnst mér ég vera voða vond mamma. Svo er það að koma eitthverju í verk og að hvíla sig á daginn, það kemur ekki alltaf heim og saman, ég set í þvottavél, hengi upp og brýt saman og held heimilinu þokkalega hreinu en gleymi yfirleitt að hvíla mig eða hef bara ekki tíma.Í gær ætlaði ég sko heldur betur að leggjast í sófann og slappa af en fyrst þurfti að gera hitt og þetta og svo var dagurinn bara búinn.
Nóg blaður í bili er komin með barn á brjóst og klukkan orðin 10. ¼/p>
Oh þær eru svo sætar … Manni langar alveg að knúsa þær í klessu …
Ég tel þig nú góða að geta dundað þér svona mikið Brynja mín. Ég er voðalega stolt af mér ef ég næ að setja í vél, hengja út og brjóta saman hehe En reyndar passa ég mikið upp á að ég fái nægan svefn svo við förum ekki á fætur fyrr en um hádegið…
Flottar myndirnar af ykkur og stelpurnar taka sig bara vel út í gallanum frá okkur híhí fötin sem þið gáfuð okkur eru enn of stór á Gunnar svo ég verð að bíða aðeins þangað til ég get tekið myndir af honum í þeim 😉
Kveðjur, knús og kossar
Inga