Í gær, 08.11.2007, var merkisdagur.
Þá fóru stelpurnar okkar í fyrsta skipti í bað. Okkur fannst þetta græna á þeim orðið svolítið mikið þannig að við spurðum lækninn sem var að tékka á fætinum á A hvað þetta græna væri. “Þetta er mosi” sagði læknirinn og ráðlagði okkur að baða þær hið snarasta.
Kannski aðeins að ýkja hérna en þar sem við fórum með A til læknis í gær og hann sagði að sárið á fætinum á henni væri orðið það gott að það mætti baða þær þá tókum við hann á orðinu, hættum þessum kattarþvotti sem við höfum stuðst við hingað til og smelltum þeim í bað.
Báðum snúllunum okkar virtist líka baðið vel, sungu hástöfum og fóru í kollhnísa… í alvöru sko… ég myndi ekki ýkja þetta
Myndir af þessari frægðarför er að finna inni á albúminu okkar 🙂
HAHAHA, ég gleypti við þessu og fór að skellihlæja en hló svo náttúrulega enn meira þegar ég komst að því hversu vitlaus ég var að trúa þessu 😀
Þær eru yndislegar þessar snúllur ykkar.
Kossar og knús á línuna.
Gyða:*
ÉG meina það nú, þið eruð strax farin að ruglast á þeim A og B.
ÉG er viss um að á tveimur síðustu myndunum þá eru þið að rugla þeim saman, fyrri myndir er af B og seinni af A. Ég held að ég þekki þær nú alveg í sundur sko……. 🙂
Kv. Sjöfn
Takk fyrir gærdaginn litlu frænkur
þið voruð ótrúlega góðar, frænka gat meira að segja lært á meðan hún passaði ykkur!
Hlakka til að passa ykkur aftur, spurning með að við rekum mömmu ykkar og pabba að heiman aftur fljótlega ;o)
knús og kossar
Þekkjum ekki í sundur… pfffft
Auðvitað þekkjum við þær í sundur, við vorum bara að gá hvort þið gerðuð það.
Báðar síðustu myndirnar voru af A.
Pabbi var greinilega að flýta sér svo mikið að komast út í gær að hann skrifaði comment án þess að skoða myndina nógu vel.
Þetta mun ekki gerast aftur, lofa.
ohhhhhhh.. ssvo sætar.
Ég verð að koma að kíkja á þær fljótlega.
Hey, svo er ég líka rosalega góð að passa !!!!
Er með próf í svoleiðis…..
Eða fær maður ekki svoleiðis ef að maður á 3 stelpur?
Kveðja brjálaði aðdáandin Bjarney.
hæ hæ bara að kvitta fyrir komuna 🙂
hlakka til að hitta ykkur allar 🙂
kveðja Lóa og litla gellan 🙂
Bara aðeins að kíkja á gullin ykkar, hlakka til að hitta ykkur sem vonandi verður fljótlega 🙂 Hafið það gott
kveðja
Hjördís
Ji þið eruð að stækka heldur betur… Og alltaf jafn sætar. Það verður stuð í hitting þegar sundhópuinn er allur búinn að unga út.
hæ hæ þetta eru ekkert smá flottar stelpur sem þið eigið — já ég held að ég þekki þær bara í sundur, B er búin að vera töluvert á Spáni í sólbaði ;-). Ég hlakka til að fá sjá þær live. Kv. Rakel