Nafnaveisla

Vorum að koma úr nafnaveislu á efri hæðinni.
Það var verið að gefa litlu frænku nafn. Ekki það að hún sé eitthvað minni en við tvillingarnir en hún er þremur dögum yngri.

Skutlan fékk nafnið Ísafold og óskum við henni til hamingju með það.

Ætli við bíðum samt ekki eftir því að allar móðursystur okkar komi til landsins áður en við fáum að nota nöfnin okkar utan heimilisins 😉

3 replies on “Nafnaveisla”

  1. Sæl öll sömul.
    Og takk fyrir síðast.
    Þakka sérstaklega B fyrir hlýjar en blautar móttökur….. he he he
    Það eru greinilega einhver karlagen í henni, að getað spreyja kjólin hjá móðursystur sinni eins og litlir strákar gera stundum.
    En ég á bara aðeins meira í henni fyrir vikið.

    Knús og kossar

  2. takk fyrir mig í gær..
    það var ekkert sma æðislegt að fá að sjá prinsessurnar augum….bara sætastar í heimi geimi sko..
    kanski fæ ég bara Tinnu til að kíkja með mér aftur við tækifæri..

    hafið það gott

    kv
    Tinna B

Comments are closed.