Þá erum við búin að prufa þetta í nokkra daga og því miður föttuðum við ekki hvenær prufutíminn rann út, annars hefðum við sko skilað þeim…
Þetta byrjaði vel. Komum heim með dömurnar á mánudags eftirmiðdegi, gáfum þeim og lögðum þær aðeins. Að sjálfsögðu vöknuðu þær til að fá sér smá snarl nokkru seinna og það var gott og blessað. Svo kom nótt og mamma og pabbi ætluðu nú aldeilis að gefa þægu stelpunum sínum og fara svo að sofa í 3-4 tíma en nei… það var ekki séns.
Stelpurnar voru nefnilega búnar að plotta.
Þegar önnur þagnaði átti hin að byrja var plottið og því héldu þær alla nóttina. Það var ekki fyrr en undir morgun að mamma og pabbi gátu hvílt sig aðeins, mamma reyndar orðin lasin.
Kemur nefnilega í ljós að Brynja náði sér í “smá” stíflur í brjóstin eftir að hafa notað aðeins of lítinn stút á mjólkurvélina. Það leiddi síðan til hita og orkuleysis þannig að hún þurfti að hafa tvö- til þrefalt fyrir öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hitinn rauk upp úr öllu valdi og komst í næstum 40 °C á tímabili. Reyndar hélt hún að hún væri laus við stíflurnar af því að roðinn og bólgurnar sem höfðu fylgdu voru svo gott sem farnar. Að lokum varð hún svo að láta sig hafa það og fara upp á Landsa í dag þar sem hún var látin vita af því að þetta væru stíflur og hún sett á pensillín.
Við bíðum spennt eftir því að vita hvort þetta fer í magann á stelpunum.
Nótt tvö byrjaði svipað og nótt eitt og við Brynja fengum náttúrulega nett í magann…
Stelpurnar góluðu til skiptis frá miðnætti til kl. 02:00 en svo skyndilega snarþögnuðu þær. Sem var gott af því að annars hefði ég örugglega fengið magasár. Var farinn að sjá það fyrir mér að við Brynja myndum hittast í morgunmat og kvöldmat. Þegar annað væri að byrja á vakt og hitt að hætta. En sem betur fer virðast þær hafa ákveðið að prófraun okkar væri lokið í bili og við fengum að sofa bara nokkuð vel þessa nótt.
Nótt þrjú og þær byrja upp úr miðnætti. Ég orðinn svaka vanur tek A með mér fram í stofu til að róa hana og B er bara sátt við það að fara að sofa þegar ólátabelgurinn, systir hennar, er farin fram. Brynja sofnar líka og við A að horfa á einhvern þátt um orrustuþotur sem er frír á Skjánum.
Ágætis þáttur svo sem en hann virðist nú ekki hafa náð að halda mér vakandi.
Alla veganna vaknar Brynja um kl. sex í morgun og tekur eftir því að ég er ekki uppi í rúmi. Hún fram og þar liggjum við enn, A og ég, og þátturinn um orrustuþoturnar löngu búinn. Ég veit ekki enn hvaða þotur eru bestar í heiminum núna… það bíður seinni tíma.
Fengum samt góðann svefn út úr þessu og þetta er allt í áttina.
Núna eru hnáturnar svo að æfa sig í svefni fyrir nóttina og gengur bara nokkuð vel.
Ef þetta gengur svona áfram þá getum við kannski bara farið að bjóða fólki í heimsókn til okkar á daginn 😉
Nóg um það þá í bili 🙂
Eitthvað af myndum hefur safnast til og erum við í þann mund að henda þeim inn.
Halló sætu mýslur, þið eruð alveg dásamlegar. Ég var að skoða myndirnar af ykkur og nýju frænkunni á eftri hæðinni, þið eruð ótrúlega flottar 🙂 Þið eruð nú meirri skotturnar að vera að stríða mömmu og pabba 😉 en þið eruð nú að hætta því, er það ekki 😉 HLakka til að sjá ykkur elsku litlu dúllur
kveðja í kotið
Hjördís
Þær verða nú aðeins að láta hafa fyrir sér:)
Ég ýtti óvart á vitlausan takka!
Ég átti nefnilega eftir að segja hvað myndirnar eru sætar af þeim, þvílíkar krúslur!!
Ég held ég hafi aldrei séð svona lítið barn með svona mikið ljóst hár eins og litla frænka þeirra er með, algjör dúlla:D
Hafið það gott fallega fólk og svo förum við bráðum að gera innrás á ykkur!!
Knús og kossar, Gyða og co.