Í dag er merkisdagur.
Í dag á Matthildur Erla, stóra systir, nefnilega afmæli. Skutlan orðin 8 ára og alveg svakalega stór.
Af okkur spítaladýrunum er það að frétta hins vegar að þegar við mættum í gærmorgun höfðu sondurnar verið teknar úr snúllunum okkar.
“Þær eru orðnar svo stórar að þær þurfa þetta ekkert” sagði ein inni á Vöku og með því hafðist barningurinn.
Maður byrjar nefnilega að treysta svolítið á sondurnar eins og hvað manni var illa við þær til að byrja með. Ef þær gátu ekki klárað þá bara smellti maður í sprautu og setti í sondu. Núna þurfum við að hafa fyrir þessu, sérstaklega með B af því að hún er aðeins latari en systir sín sem er farin að “sjjjjúúúp”-a aftur.
Góðar fréttir eru þær að ef þær halda áfram að klára allt sem að þeim er rétt, þó það kosti smá vinnu, þá erum við líklega á leiðinni heim á mánudag/þriðjudag.
Það verður svakalegur lúxus. Þá er planið að eyða deginum í rúminu með stelpunum í ótrúlegri slökun utan veggja spítala. Meðal annars til að sjá svona hvernig þeirra drekkutími er og hvort þær eru alltaf svona meðvitundarlausar eða hvort það er af því að við erum alltaf að troða þær út…
Nýjar myndir komnar inn á albúmið okkar meðal annars með Erlu ömmu þegar hún kom í heimsókn.
Þangað til næst
Oh hvað verður æðislegt fyrir ykkur að komast með þær heim. Maður getur þá farið að koma og kíkt á þær með berum augum, þegar ég verð orðin góð af kvefinu.
Gangi ykkur vel.
Rúna Bumba
Til hamingju með afmælið Matthildur Erla, vonandi hefur þú átt frábæran dag 🙂
Frábært að skotturnar séu orðnar svona duglegar, það verður dásamlegt fyrir ykkur að komast heim í kotið ykkar 🙂
kveðja
Hjördís, Kalli, Ívar Óli og Elsa Rún
Ji hvað þær eru sætar. Vonandi fáið þið að fara með þær heim fljótt og til hamingju með elstu prinsessuna.