Fimmtudagur…

… og stelpurnar okkar bara að verða 5

Daga þ.e.a.s.
Við Brynja skutumst heim í dag til að ná í fleiri föt. Ég fór nefnilega í gær og náði í eitthvað en það var flest aðeins of stórt. Krúttin passa ekki alveg í 50-56.
Því var farið heim í dag og nýja byrgðir sóttar og erum við nú á leiðinni upp á sjúkrahús.

Ekkert mikið að frétt svo sem nema að snúllunum miðar stöðugt fram. B er farin að drekka 30 ml. á brjósti í hverri gjöf en var 15 í gær. A er farin að drekka 15 í dag en var ekki á brjósti í gær. Þannig að það er stöðugur framgangur 🙂

Að öllum líkindum erum við Brynja svo að yfirgefa sæluna á Landsanum af því að það þarf að nota rúmin og stofuna sem við höfum verið í.
Reyndar bjóst ég alveg við því að það myndi gerast fyrr en þær hafa verið einstaklega góðar við okkur þarna uppi á sængurkvennagangi. Reyndar hafa allir verið alveg frábærir við okkar þarna 🙂

Þannig að á hádegi á morgun erum við Brynja útskrifuð. Verðum samt alveg örugglega uppi á Vöku allar okkur vökustundir þangað til við getum tekið prinsessurnar heim með okkur.

Og þá að föstum liðum: nýjar myndir á albúminu 🙂

Bið að heilsa í bili…

3 replies on “Fimmtudagur…”

  1. Þær eru yndislega fallegar litlar skvísur!!
    Til hamingju með litlu frænku, það verður fjör í krókavaðinu þegar allt stóðið er komið heim:)
    Knús á línuna, frænka í Þolló.

  2. Gott að heyra að allt er á réttri leið. Búin að skoða myndirnar og þær eru algjör krútt.
    Bestu óskir um áframhaldandi framfarir og kærar kveðjur frá Eyjum.

  3. Er að kíkja á ykkur og langaði að segja……þær eru dásamlegar 🙂 yndislegt að sjá ykkur í gær, ykkur öll :):) hafið það ofsa gott
    kveðja Hjördís, Kalli og börn

Comments are closed.