Alveg magnað hvað maður er fljótur að komast í þrot með nöfn á bloggunum sínum.
Í gær þegar við Brynja mættum eftir 9 – 12 pásuna mætti okkur undarleg sjón: B var í ljósum.
Þetta er víst gert til þess að undirbúa börn fyrir síharðnandi samkeppnisumhverfi. Hún á sem sagt að verða “hel-tönuð” þegar hún kemur út á meðal fólks svo hún passi inn. Þegar hún er svo búin að fara í smá líkamsrækt og við búin að kaupa diesel alklæðnað á hana þá loksins getum við verið með hana á meðal fólks… A verður svo bara að treysta á náttúrulegann sjarma.
Eða ekki…
Hún er var bara komin með smá byrjunareinkenni gulu og svona ljós notað til að vinna á þeim einkennu. Ekkert mikil einkenni en læknirinn sagði að það væri nú óþarfi að bíða endilega eftir því að hún fengi einhver brjáluð einkenni áður en að meðferð hæfist.
A hefur sloppið við guluna enþá en gæti þó átt það eftir.
Þeim heilsast annars bara nokkuð vel, skvísunum okkar.
Matarskammturinn hja A hefur farið stækkandi með hverri gjöfinni og nú er svo komið að hún er komin í fullan skammt. Sem er gott. Þegar B er svo búin að losa sig við guluna geta þær systur farið í kappát.
Fleiri góðar fréttir eru svo þær að stelpurnar eru líklega á leiðinni yfir í “vinstri”. Þar er ekki eins mikið af tækjum og tólum og þær geta farið í svona venjulegar gler/plast vöggur. Þannig að þennan morguninn er ég að finna til galla, samfellur og sokka til að fara með uppá spítala. Við Brynja verður svo bara í því í dag eða á morgun að klæða þær prinsessur í nýtt og nýtt átfitt. Vonandi myndir af því á morgun 🙂
Meira var það ekki í bili
Jú kannski… nýjar myndir inni á albúmi 😉
Hæ ég aftur.
Þær eru bara að vera voðalega mannalegar, þessar dúllur.
Ég get ekki beðið eftir að fá að halda á þeim.
Sí jú later.
Kveðja Bjarney
Dúllur dúllur dúllur dúllur og endalaust dúllur.
Maður bara bráðnar við að sjá þessar dúllur.
Gott að þær eru að fara yfir á “vinstri”.
Kv. Sjöfn
Skemmtilegt að fylgjast með ykkur. Mæðgurnar eru alveg rosa sætar, allar þrjár. Gunnar , heppinn ertu!
Kær kveðja Hulda Gunna.
Til hamingju með litlu frænku, fullt af litlum stúlkum 🙂
Yndislegt að fylgjast með ykkur 🙂
kveðja Hjördís og co.
gott að allt gengur vel, hlakka til að sjá “hel tanaðar” dömur
kveðjur frá okkur öllum
Systa