Jæja pæja

Eða pæjur af því að hérna eru þrjár:

img_0815.JPG

Gátum ekki staðist þetta skot þegar við fengum að vera með þær báðar úti í gærkvöldi. Tókum fleiri myndir og þær er hægt að finna í albúminu okkar.

Annars er það að frétta að snúllunum tveim að þeim fer stöðugt fram bara. A er farin að fá brjóstamjólk á pela og gengur fyrir með hana fyrst um sinn.
Til að byrja með var hún nefnilega fastandi til þess að blóðið hennar færi frekar í uppbyggingarferlið sem var í gangi eftir fæðingu heldur en einhverja meltingu. Núna er hún hins vegar farin að fá mjólk og virðist bara líka vel. Alla veganna sagði ein hjúkkan á Vöku bara “sjjjjúúúúp” þegar ég spurðu hana hvernig henni hefði gengið með pelann sinn eitt skiptið.

B braggast líka bara ágætlega. Hún hefur fengið pela síðan hún kom upp á Vöku. Hún getur reyndar orðið alveg voða löt að drekka þegar líður á og af því að það er verið að passa svo upp á að þær drekki nóg þá þurfum við oftast að klára að gefa henni í gegnum “sontu”. Það eru þessar flottu slöngur sem þið sjáið koma út úr nefunum á snúllunum.

En… eins og áður segir þá heilsast öllum bara vel. Brynja fékk aðeins að stinga af í dag og við erum á leiðinni í Apótek þannig að ég verð að hætta í bili.

Biðjum bara að heilsa og þökkum öllum þessar æðislegu kveðjur sem þið hafið sent okkur, bæði í commentum og í gestabókinni okkar.

Þangað til á morgun

11 replies on “Jæja pæja”

  1. Æi æi æi , sætu sætu sætu sætu.
    Ég er þotin upp á spítala bara núna, verð að fá að koma og kíkja á þessar sætu dömur.
    Þær eru sko ekkert smá miklar dúllur, ég gæti bara étið þær. Eins gott að vera ekki svöng þegar ég mæti 🙂
    Kv. Sjöfn móðursystir

  2. hæ hæ.

    Ohhh hvað þetta er yndislegt að sjá þær báðar í fanginu á Brynju.
    Maður bara tárast.
    Þær eru nú bara alveg eins er það ekki?
    Algjörar rúsínur.
    Bið að heilsa.
    Kveðja Bjarney…..

  3. Til hamingju mað prinsessurnar, þær eru svakalega sætar;) gangi ykkur rosalega vel

  4. Þær eru alveg yndislegar, ég á bara ekki til lýsingarorð, stórt knús til ykkar, hlakka gífurlega mikið til að fá að skoða þær…með berum augum 😉
    kveðja Hjördís

  5. Halló, halló,
    Mikið ofboðslega eru þetta fallegar stúlkur. Innilega til hamingju, bæði tvö. Gunnar, hvaða “skot” eru þetta á mömmuna, þó sælusvipurinn breiði svolítið yfir hefðbundna andlitsdrætti? Á nokkrar svona af mér á fæðingardeildinni, sjálf, og ég “neita” að við séum nokkuð kindarlegar, nýbakaðar mæður! Vona svo að allt gangi vel með litlu snúllurnar..oooooo… þær eru svo flottar! Ég fæ fiðring!

    Kveðja Sigga.

  6. Kom alveg af fjöllum í sambandi við þetta kindarlega dæmi sem þú varst að skrifa um, Sigga.
    Málið er að Brynja commentaði sjálf undir þessa síðustu gusu af myndum sem við settum inn í dag.
    Hún verður þá að taka þetta til sín 😉

  7. Elsku Brynja og Gunnar, innilegar hamingjuóskir með litlu prinsessurnar algjörar dúllur og yndi að horfa á. Þær hafa greinilega erft hávöxtinn frá múttu spurning með spennur eða tíkó 😉 . Gangi ykkur sem allra best.

    kv.Rúna og co

  8. ji ég á bara ekki til orð yfir því hvað þær eru sætar, og allt þetta hár omg! Brynja það fer þér bara alveg einstaklega vel að vera með þær báðar í fanginuu 😉
    kv. Katrín Ástráðs.
    (gamall sveitungur;) )

  9. Ég bara varð að kíkja á ykkur og skoða kraftaverkin ykkar enn einu sinni, ég á að vera að læra en þetta er miklu skemmtilegra …þær eru svo miklar dúllur :):)
    kveðja Hjördís

  10. Innilega til hamingju med stelpurnar Brynja mín, og Gunnar ad sjalfsøgdu líka 🙂
    Hlakka til ad sjá thær thegar ég kem heim um jólin.
    Kvedja frá danaveldi

Comments are closed.