Dagur 2

Nóg í fréttum:

Endanlegar mælingar á hefðardísunum eru nú í húsi og eru sem hér segir:

A
Lengd: 49 cm.
Þyngd: 2.750 gr

B
Lengd: 49 cm.
Þyngd: 2.895 gr

Þetta gerir þær að 11 og 11,5 marka börnum og og geri aðrir betur.

B var lögð inn á Vöku í gær. Kom nefnilega í ljós að einhvern tímann á meðgöngunni hafa fylgjurnar þeirra vaxið of mikið saman þannig að B fór að stela aðeins frá systur sinni.
Það gerði það að verkum að B er með of mikið blóð og A með of lítið. Því miður er ekki hægt að plögga þeim bara aftur saman og jafna þetta út þannig að A fékk blóð í gær á meðan B fékk vökva til að reyna að þynna aðeins út. Þegar maður er svo með of mikið blóð verður maður ferlega latur af því að það verður smá sykurfall.
A virðist síðan vera að hressast. Liturinn farinn að batna og hún farin að rífa aðeins kjaft.

Núna er svo stofugangur og við fáum vonandi að heyra meira þegar hann er búinn.

Fengum fullt af heimsóknum í gær. Gyða og Tinna, föðursystur, kíktu á okkur Brynju og svo komu Bjarney, Sjöfn og Linda, móðursystur, líka í heimsókn.
Af því að Vökudeild er jú gjörgæsludeild þá hittum við þetta stóð bara frammi á gangi.

Svo kíktu Gunnar afi og Ellý amma í heimsókn áður en B fór inn á Vöku og fylgdu okkur yfir og fengu að hitta A.
Í gærkveldi komu svo Siggi afi og Erla amma úr árshátíðarferð til Köben og fengu, með góðfúslegu leyfi frábærs starfsfólks Vökudeildar, að kíkja aðeins á sonardæturnar.

Að lokum var ég svo að smella inn glænýjum og ylvolgum myndum inn á albúmið okkar.
Þið finnið það þarna í menu-num hægra megin. Ef ekki þá er hægt að smella hér.

Þangað til næst.

14 replies on “Dagur 2”

  1. O my god hvað maður er sætur..og þær eru gullfallegar..
    jii min ég á eki bar til orð..
    elsku Gunnar og Brynja til hamingju með litlu prinsessurnar..
    hlaka svo til að skoða fleiri myndir af þeim 🙂

    vonandi hafiði þa sem allra best

    kv
    Tinna Berg vinkona Tinnu og Gyðu

  2. Je dúdda mía, þær eru yndislegur og svo hárprúðar 🙂 ooohh hvað ég hlakka til að fá að sjá þær berum augum:) Gullfallegar litlar hnátur, hafið það gott elsku Brynja og Gunnar

  3. Elsku Brynja og Gunnar, innilega til hamingju með prinsessurnar! Og til hamingju með nafnbótina “mamma&pabbi” 🙂 Þær eru að sjálfsögðu alveg gullfallegar 🙂 Ég býð spennt eftir að vita nöfnin á þeim skvísum…

    Gangi ykkur vel !

  4. Oh hvað mig langar að koma til Íslands og
    fá að sjá þær í eigin persónu,
    þær eru bara svo litlar og sætar,
    ég verð inn á síðunni ykkar á
    hverjum degi til að fylgjast með.
    Ég sé ekki alveg hverjum þær líkjast
    en ég tók eftir að eyrun á þeim eru alveg frá Brynju 🙂
    ástarkveðja, Þórunn og co
    (Helgi biður voða vel að heilsa)

  5. ég get ekki beðið eftir að hitta þær í eigin persónu, þær eru bara mestu dúllur í heimi!!

  6. Já, þvílíkar fegurðardísir þarna á ferð 😉 og mikið rosalega eru þær með mikið og dökkt hár, ekkert smá fallegt 😉
    Knús og kram
    Inga

  7. mmm.. maður gæti nú alveg vanist því að byrja daginn á að kíkja hingað og sjá þessar dásamlegu stelpur, og ég er ekki frá því að þær séu nú bara líkar þér Gunni minn. Sætar eins og þú 😉

Comments are closed.