Þær ákváðu að heiðra okkur með nærveru sinni, prinsessurnar sem okkur Brynju fæddust í nótt.
Þetta voru sem sagt stelpur eftir allt saman og svona líka fínar.
A kom á undan eins og við var að búast en eitthvað tók það á því hún kláraði alla orkuna sína á leiðinni.
Hún var vægast sagt litlaus þegar hún kom til okkar, með smá strítukoll að auki vegna smá bjúgsöfnunar á kollinum.
Hún var eiginlega bara rifin frá okkur því barnalæknar eru sko ekkert að bíða og sjá hvort að litlausar, orkulausar prinsessur komi til að sjálfsdáðum, ónei.
Þær eru bara rifnar upp á borð og svo klappaðar í bak of fyrir til að hrista aðeins upp í þeim…
Það fór þó að hún kom til, blessunin, en þau vildu samt fá hana upp á vökudeild til frekari aðhlynningar.
Þar er hún nú og fékk pabbi að kíkja á hana þegar öllu havaríinu var lokið.
Hann náttúrulega varð að taka mynd.
Það er ekki enn búið að mæla lengdina á henni en mömmu og pabba finnst hún ósköð svipuð systu.Litla systir (B) 🙂 kom svo í heiminn rúmum 10 mínútum seinna og var það mun auðveldara því stóra systir var búinn að ryðja leiðina svo vel.
Hún snéri víst rétt og kom bara grenjandi upp á bumbuna á mömmu sinni. Þar pirraði hún sig aðeins en slakaði svo bara vel á á meðan mamma skilaði fylgjunni.
Pabbi ákvað að Tom Cruise væri bara bjáni að borða svona fylgjur og ákvað að gera lítið meira en að dást að því hvað fylgjan og allt sem hennni fylgir er nú mögnuð smíð.
Þegar pabbi kom aftur úr myndatöku af vökudeild var verið að fara að mæla og vikta B.
Hún reyndist vera 2.750 gr. eða nákvæmlega 11 merkur að þyngd og 49 cm að lengd.
Svo var pabbi settur í að klæða hana í á meðan ljósa dyttaði að mömmu. Að sjálfsögðu var afraksturinn myndaður.
Býsna gott bara miðað við að pabbi hefur ekki gert svona í nokkur ár.
Reyndar svindlaði hann smá og fékk hjálp hjá Ellý ömmu sem var viðstödd líka.Núna eru mamma og pabbi bara að hvíla sig. Mamma uppi á spítala en pabbi í kojunni hans Alexanders af því að Ellý amma fékk lánað rúmið hjá mömmu og pabba.
A á eftir að fara í blóðprufur í dag þar sem betur verður tékkað á því hvort hún hafi orðið fyrir skaða í öllu havaríinu og við látum ykkur vita hvernig það fer
Velkomnar í heiminn elsku litlu prinsessur 🙂 Til hamingju elsku Brynja og Gunnar með fallegu stúlkurnar ykkar, þær eru yndislegar :)Til hamingju Matthildur Erla og Alexander með litlu systur ykkar, þær eru heppnar að eiga svona stór systkini 🙂
Hafið það ofsa gott elsku fjölskylda
kveðja Hjördís, Kalli og börn
Elsku hjartans dúllurnar okkar, innilega til hamingju með prinsessurnar tvær:D
Megi Guð og gæfa fylgja ykkur öllum og bjarta framtíð.
Knús og kossar Gyða, Sigfús og Tara Dís.
P.s. ég vil taka það fram að ég var á undan ykkur Hjördís og Kalli að skrifa en það var e-ð rugl í tölvunni og commentið kom ekki inn þannig að ég varð að skrifa upp á nýtt 😀 he he
Elsku dúllurnar mínar, innilega til hamingju með litlu fallegu prinsessurnar ykkar 😉 þær eru æðislega fallegar 😉
Bestu kveðjur,
Inga og bumbukrúttið
Elsku Brynja og fjölskylda, innilegar hamingjuóskir með prinsessurnar. Gangi ykkur vel kveðja Anna Magga og co.
Innilega til hamingju með prinsessurnar. Þetta sagði ég alltaf að þetta yður stelpur,,,,, he he
Get ekki beðið eftir að fá að knúsa þær.
Þið stóðuð ykkur öll eins og hetjur.
Kiss kiss og knús knús.
Bjarney móðursystir…
Þúsund hamingjuóskir með litlu dömurnar!
Get ekki beðið eftir að fá að sjá þær í eigin persónu.
Kv. Sjöfn og strákarnir
æji guð til hamingju með litlu prinsessunar…þær eru yndislegar..
gangi ykkur sem allra best og vonandi hafiði það sem allra best
kv
Tinna B
Æjæjæjæ hvað við erum nú fallegar, Ylfa frænka (já frænka seigi ég) situr bara hérna hjá Tinnu og Ölbu frænkum með tárin í augonum, enda viðkvæm með eindæmum, TIL HAMINGJU Gunnar og Brynja!! Ég á bara ekki til orð………
innilega tilhamingju með fallegu stelpurnar ykkar 🙂
vona að öllum heilsist vel og verði hressar í hitting 🙂
ég kem víst ekkert uppá deild Brynja mín þar sem að ekkert er að gerast hjá mér í bili.
hlakka til að sjá fleiri myndir 🙂
kveðja Lóa
Innilegar hamingjuóskir frá Svíþjóð, æðislegt að allt hafi gengið svona vel.
Til hamingju með prinsessurnar, gaman að heyra að allt hafi gengið vel. Hlakka til að sjá fleiri myndir og sjá ykkur jafnvel einhverntíman í hitting.
Kveðja Anna Rut
Til hamingju með dömurnar og vonandi gengur allt vel.
Hlakka til að hitta ykkur og knúsa.
Bestu kveðjur frá öllum hér.
Innilega til hamingju með fallegu stelpurnar ykkar, vonandi gekk allt vel. Ég sem var alveg á því að þetta væru 2 herramenn:)
Hlakka til að sjá ykkur mæðgur þegar hittingur verður:)
Gangi ykkur vel og hlakka til að sjá fleiri myndir:)
Kveðja,
Steinunn og bumban
Elsku Gunni minn og Brynja.. Til hamingju með þessar æðislegu stelpur, þær eru dásamlegar. Hlakka til að sjá meira af þeim..
kv
Kolla
Gott að vera komin heim og fengið að sjá ykkur öll, það var allt önnur líðan þegar maður var búin að sjá ykkur öll og knúsa. Gangi ykkur öllum vel og eigið bjarta framtíð. Amma og afi í þorló.
Elsku Gunni og Brynja innilega til hamingju með prisessurnar, manni finnst þær nú annsi hruastlegar miðað við að hafa verið tvær í bumbunni. Hlakka til að heyra fleiri fréttir af stórfjölskyldunni.
Kveðja Rakel og hinir Hlemmararnir
Elsku Gunnar og Brynja innilegar haminjuóskir með þessar líka gullfallegu prinsessur, bestu kveðjur héðan.Gugga og Doddi.