38. vika = 37+0-6 dagar
Líkami þinn er líka örugglega að verða tilbúinn í fæðingu og eins og margar aðrar tvíburamæður muntu sjálfsagt verða fegin því að fæðingardagurinn nálgast. Leghálsinn er oft orðinn mjúkur á þessu tímabili og hefur jafnvel opnað sig aðeins. Þú ert kannski aum í grindinni og getur átt erfitt með svefn á nóttunni. Höfuð barnanna þrýsta á þvagblöðruna svo þú þarft oft á klósettið.
Í íslenskum viðmiðunum um barneignarþjónustu í tvíburameðgöngu sem unnar eru af vinnuhóp ljósmæðra og fæðingalækna, segir um gangsetningar: „Lítið fer fyrir gagnreyndum niðurstöðum um það hvenær best sé að eðlilegri tvíburameðgöngu ljúki, þ.e. hvort framköllun fæðingar sé gagnleg. Líklega hafa frumbyrjur síðri horfur í gangsetningu hvað varðar fæðingarmáta, þ.e. enda frekar í keisara, þetta er þó óvíst. Hingað til hefur verið miðað við að stefna að 39 vikna meðgöngu hið minnsta og líklega rétt aðhalda því áfram.“ Kynlíf er besta gangsetningaraðferðin ef þú sjálf vilt stuðla að náttúrulegri byrjun fæðingar.
Tvíburarnir
Börnin eru nu um 34 sm frá höfði niður á rass, 48 sm frá höfði niður á hæl og vega um 2900 grömm hvor. Tvíburarnir þyngjast nú um 30 grömm daglega. Börn sem fæðast í þessari viku munu sjaldnast þurfa á öndunaraðstoð að halda.