Við vorum að koma úr skoðun og sónar. Byrjuðum á því að fara í skoðun til Sveinu og það var tékkað á þessu vanalega, eggjahvítu í þvagi, blóðþrýstingnum og hjartslátturinn hlustaður hjá tvíburunum. Það er smá eggjahvíta í þvaginu og hjartslátturinn var fínn hjá börnunum en blóðþrýstingurinn er ekki nógu góður hjá mér. Hann mældist 140 efri mörk en 100 neðri sem er of hátt. Svo er ég líka með svo mikin bjúg, lappirnar á mér tvöfaldar og þrútin í andlitinu og á puttunum. Ég á því að fara upp á fæðingardeild á morgun í svokallaða dagönn þar sem mældur verður blóðþrýstingurinn og ég sett í mónitor og eitthvað dót. Sigrún læknir talaði líka við okkur í dag og sagði að enn væri stefnt að því að setja mig af stað ef ég verð ekki sjálf búin á 38 viku en ef blóðþrýstingurinn heldur áfram að hækka gæti það orðið fyrr. Ef ég verð hærri á morgun í skoðuninni þá verð ég kannski lögð inn ( vei vei) Svo á ég að koma til Sveinu aftur á mánudaginn í mælingu, ætli ég verði ekki bara þarna út á spítala næstu daga.
Jæja en nóg um þetta í bili því við fórum líka í sónar. Þau eru orðin svo stór þessi börn, liggja bara út um allan maga. A er búinn að skorða sig og B liggur þétt upp við hann. A mælist ennþá aðeins þyngri eða 2700 gr en B 2350 gr sem er ekki alveg réttur útreikningur því höfuðið á B er ennþá aðeins aflagað eftir setuna. Þetta er bara frábær stærð, A nálagt 11 merkur og B 9,4 miðað við þessar tölur. Ég verð að viðurkenna það að ég er orðin ansi þreytt, sef ill á næturnar og á erfitt með að hreyfa mig (sérstaklega að beygja mig áiii) Ég er búin að ákveða það að ég ætla að eiga í næstu viku og ljósmæðrunum leyst bara vel á það 🙂 Svo hvaða dagsetningu á ég að velja?
Ég má samt víst eiga það, eins og Sigrún læknir sagði, þá er þetta búið að ganga mjög vel og ég búin að standa mig vel, þó ég sé búin að vera á steypirnum síðasta mánuðin þá hef ég ekki kvartað ( ekki mikið allavega)
Já, mér líst vel á næstu viku. Bjössi á afmæli þann 15. og þá byrjar rjúpnaveiðitímabilið og það auðveldar sumum að muna afmælisdaginn hans 🙂
Annars er 17.10.07 ekkert svo afleitur. En voru þið Bjarney ekki búnar að finna út að 21. okt væri svo svakalega fínn???
En ætli það sé ekki best að leyfa litlu dúllunum að ráða aðeins, nú eða þá ljósmóðurinni og lækninum, þau hafa nú frekar mikið um þetta að segja.
Annars er mikil tilhlökkun á mínu heimili, þá aðallega hjá mér. Verður yndislegt að fá lítil lukkutröll til að knúsa.
Já, þú mátt nú alveg eiga það Brynja að þú ert búin að standa þig eins og hetja. Ekkert að sjá á þér að þú sér komin á steypirinn með tvíbura. Gætir verið ánægð að líta svona út bara með eitt 🙂
Hafið það annars gott, maður fer að kíkja hingað inn daglega.
Kv. Sjöfn og co
Takk fyrir það. Ég og Bjarney vorum að tala um 22 okt. þá á hún brúðkaupsafmæli en 17.10.07 kemur svolítið flott út.
ég er sammála ykkur 17.10.07 er svolítið flott dagsetning… en farðu samt helst bara að eiga sem fyrst, ég get ekki beðið mikið lengur!!:D hlakka svo til að fá þessi kríli í heiminn..:D
En Brynja láttu þér bara líða vel og reyndu nú að hvíla þig vel fyrir stóra daginn!!:D
Kv. Linda Mjöll
hæ hæ bumbulínos.
Maður bara brosir hringinn alla daga af spenningi.
Skildu stelpurnar Brynja og Bjarney Gunnarsdættur koma í heimin í dag eða hinn eða hin…
Verða að segja það að ég er svaka spennt.
22.10.07 er nú æðislega flott dagsetning…..
En það er spurning hvort að þú nennir að bíða svo lengi.
Ég kem með köku í heimsókn um helgina og mæli bumbur á báðum hæðum.
kiss kiss Bjarney margfalda móðursystir :O)