35 vikur

36. vika = 35+0-6 dagar

Þú
Síðustu vikur meðgöngunnar finnur þú kannski dofa í fingrunum öðru hvoru. Það er vegna þess að þú hefur meiri vökva í líkamanum. Dofinn er óþægilegur en ekki hættulegur og er vegna þess að vökvinn þrengir að taugum í úlnliðnum. Oftast eru þessi óþægindi mest á morgnanna en líða hjá þegar líður á daginn. Kannski ertu með þó nokkra fyrirvaraverki núna. Ólíkt hríðum, eru fyrirvaraverkir óreglulegir en geta verið óþægilegir í lok meðgöngu. Þú þarft jafnvel að staldra við og bíða uns þeir líða hjá. Fyrirvaraverkir mýkja og stytta leghálsinn og hjálpa tvíbura A við að færa sig neðar í mjaðmagrindina. Dragðu andann djúpt, inn um nefið, djúpt niður í magann og út um munninn á meðan þú slakar vel á líkamanum. Svona öndun er líka gott að nota í fæðingunni þegar alvöru hríðirnar byrja. Ekki allar tvíburamæður taka eftir fyrirvaraverkjum.

Tvíburarnir
Börnin eru nú um 32 sm frá höfði niður á rass, 45 sm frá höfði niður á hæl. Þyngdin er einstaklingsbundin en er oftast í kringum 2500 grömm á hvoru barni. Höfuð barnanna eru nú á stærð við kókoshnetur. Börnin eru nú næstum fullburða og munu líklega ekki þurfa hjálp við öndun ef þau fæddust núna.