vá vá vá

Vorum í skoðun í morgun og Sigrún læknir kom inn að spjalla við okkur. Hún var að fræða okkur um hvernig hlutirnir ganga fyrir sig þegar það er verið að taka á móti tvíburum, það hljómar bara eins og það sé búið að bjóða í partý. Fullt af fólki verður viðstatt, læknar, ljósmæður, örugglega nemar líka og svo verða allir til taks á skurðstofunni ef ske kynna að við þyrftum að nota hana líka. Þannig að þetta verður bara samkoma ársins tileinkuð okkur hihi. Læknirin tilkynnti okkur það líka að ef ekkert er farið að ske á 38 viku þá er sett af stað ( þannig að mamma þú getur verið róleg ég verð búin að eiga áður en þú ferð út). Það er viss léttir að heyra þetta, verð ég að viðurkenna. En þetta er staðfesting á því að nú eru í mesta lagi 4 vikur eftir. Ég sagði við Gunnar í gær að ég sæi það ekki fyrir mér að ég myndi ganga með lengur en 38 vikur og slumpaði á að fæða á 37 viku +2 daga sem er 21 okt.hehe við sjáum bara til hvort það gengur eftir. Annars kom bara allt vel út í skoðun að vanda. Sveina ljósmóðir vakti börnin þegar hún var að hlusta á hjartsláttinn, þau eru nebla orðin svo löt á fætur á morgnanna eins og mamma sín.  Legbotnin er 42 cm og blóðþrýstingurinn fínn, ætla ekkert að skrifa hver þyngdin var.    ¼/p>

6 replies on “vá vá vá”

  1. Jú og við verðum að redda DJ svo það verði alvöru fjör og líka til að yfirgnæfa öskrin í mér hihi 🙂

  2. jú ekki málið það verður kaldur á krananum og veitingar (í pilluformi) í boði húsins en ekki koma með börn með ykkur því þau gætu verið smitberar af kvefi og það er ekki gott í kringum nýfædd börn 🙂

Comments are closed.