32 vikur

33. vika = vika 32+0- 6 dagar

Þú
Þú getur haft hið undarlegasta útlit uppistandandi. Sumar tvíburamæður bera börnin hvort í sinni hlið og því næstum virst auðveldara að hoppa yfir þær en reyna að komast fram hjá þeim. Aðrar tvíburamæður bera börnin hvort fyrir framan annað þannig að bumban stendur næstum metra út í loftið. Þú getur fundið fyrir vökvasöfnun í líkamanum, hringir verða of þröngir svo að þú verður að taka þá af og ef þú notar gleraugu geta spangirnar þrengt að. Kannski þurfa skórnir líka að vera einu til tveimur númerum stærri en vanalega.

Tvíburarnir
Börnin eru nú um 29,5 sm frá höfði niður á rass, um 40 sm niður á hæl og vega um 2000 grömm hvort. Það gerir 4 kíló af tvíburum – til hamingju með það! Skilningarvitin þroskast þannig að nú geta tvíburarnir séð, fundið snertingu, smakkað og heyrt; heyrt meðal annars hjartsláttinn þinn, garnagaulið og röddina þína. Ef þú finnur litla kippi í maganum er það ekki hjartsláttur barnanna heldur vegna þess að þau eru með hiksta.

Við vorum í skoðun í gær og að vanda kom allt vel út úr því. Ég var farin að hafa áhyggjur af því að A væri að snúa sér við sem að má ekki því hann var komin í rétta stöðu en Sveina þreifaði magan á mér og sagði að hausinn væri á réttum stað og tærnar á B alveg ofaní honum þannig að þau ættu ekki að geta farið langt. Þegar ljósmóðirin var að hlusta á hjartsláttinn þá segi ég svona að börnin gefi ekkert uppi um kynið á sér ef spáð er í hraðan á hjartslættinum,  lítur Sveina svona hálf hissa á okkur og spyr hvort við vitum ekki kynið og við svörum auðvitað neitandi þar sem við vitum það ekki og langar ekki að vita það en erum oft að spá í þessu svo í gríni. Ég og Gunnar fengum bæði á tilfinningu að hún vissi hvort kynið sé og nefin á okkur lengdust örugglega um nokkra cm, okkur langaði svo að spyrja hana hvort hún vissi það, ekki til að segja okkur en bara til að vita hvort hún vissi það.                Þetta er kannski soldið langsótt pæling en það gerir mann forvitnari ef eitthver annar veit leyndarmál sem má ekki segja manni. Skiljið þið?

Annars bara allt gott að frétta af okkur hérna í Krókavaðinu, við förum í sónar og skoðun   20 sept. Ég reyni að slappa af en á afskaplega erfitt með það þar sem ég er svo eirðalaus og leiðist að sitja með tærnar upp í loftið (þegar ég má það) og þá skammar karlinn mig fyrir að vera ekki stillt og hlíða og mamma skammar mig fyrir að vera að keyra og flækjast of mikið. Ég er meira að segja skömmuð fyrir það að laga til ( ég þreif alla veggina í barnaherberginu og var með samdrætti allt kvöldið í staðin) það er kannski smá skiljanlegt að vera skömmuð fyrir það en common það þarf eitthver að gera þetta og Gunnar á að sjá um að mála þannig að þetta voru bara jöfn skipti hehe. Nóg af blaðri í bili, njótið helgarinnar, ég er að spá í að skella mér í réttir. Íha