31 viku

32. vika = vika 31+0- 6 dagar

Þú
12-16 kílóa þyngdaraukning er eðlileg á þessum tímapunkti. Ef þú ert í efri mörkunum upplifir þú þig kannski eins og flóðhest og það getur farið að reynast erfitt að komast fram úr rúminu eða binda skóreimarnar hjálparlaust. Ef þig klæjar í bumbuna þá skaltu forðast að klóra þér með nöglunum sem ertir bara húðina og veldur meiri kláða, notaðu heldur handklæði við að klóra þér. Nú byrja börnin líka að sparka í rifbeinin á þér. Maki þinn getur heyrt hjartslætti barnanna ef hann setur papparör úr eldhúsrúllu við magann – ef þið eruð heppin. Og ef þið eruð mjög heppin getur hann greint á milli hjartsláttanna tveggja. Ef þú hefur ekki þegar uppgötvað að forðast að liggja á bakinu, þá skaltu nú forðast það. Þig getur nefnilega svimað í þeirri stellingu því þyngdin af leginu klemmir æðar í kviðarholinu og hindrar blóðstreymi.

Tvíburarnir
Börnin eru nú um 29 sm frá höfði niður á rass, 39 sm niður á hæl og vega um 1600 grömm hvort. Líffærin þroskast, fitulag eykst undir húðinni og höfuð þeirra eru um 8 sm í þvermál. Bragðlaukar þeirra kunna vel að meta sætt bragð og eru tilbúnir fyrir sæta móðurmjólkina.

2 replies on “31 viku”

  1. 31 vika!!! Vá pældu í því hvað við erum komnar langt á leið 😉 um það bil 7 vikur eftir hjá okkur hehe Helt útrúligt 😉

    En haltu áfram að hafa það ofboðslega gott Byrnja mín 🙂

    Hilsen Inga

  2. Já þetta er rosalega fljótt að líða svona eftir á að líta og þessar 7 vikur verða liðnar á no time. Það er bara vonandi að maður haldi heilsunni út meðgönguna.

    Takk Inga mín og bara sömuleiðis hafðu það gott

    Kv. Brynja og breikararnir 🙂

Comments are closed.