28 vikur

29. vika = vika 28+0- 6 dagar

Þú
Börnin þrýsta nú enn meira á þindina, lifur, maga, þvagblöðru og þarma. Legbotninn er nú fimm fingurbreiddir undir bringspölunum og kannski skelfir þyngdin þig og að enn séu 8 – 10 vikur eftir af meðgöngunni. Gættu að mataræðinu, það er aldrei of seint að breyta næringarvenjum. Ef þú ert í vafa með þyngdina, spurðu þá ljósmóðurina þína hvort þú þyngist eðlilega á miðað við tvíburamóður.

Tvíburarnir
Börnin eru nú um 26 sm frá höfði niður á rass, 35 sm niður á hæl og vega um 1100-1300 grömm hvort. Þau eru orðin kringlóttari í útliti og ljósmóðirin getur auðveldlega þreifað eftir höfðum þeirra, sem orðin eru um 7 sm í þvermál, þ.e. ef hún getur fundið þau. Náttúran er ótrúleg; í nýrnahettum barnanna framleiðst karlhormón sem breytist í fylgjunni í kvenhormónið estrógen. Það hormón setur af stað framleiðslu á hormóninu prólaktín sem er mjólkurmyndunarhormón. Þannig tryggja börnin sér óbeint næringu eftir fæðinguna.

Ef börnin fæddust núna, eiga þau góða möguleika á að lifa.