Mæðraskoðun

Eða ætti maður kannski að segja foreldraskoðun hehe þar sem að Gunnar var skoðaður líka. Hún Sveina athugaði blóðþrýstinginn hjá honum sem er of hár og skipaði honum í alsherjar tékk. Hún vill fá að sjá niðurstöðurnar í næstu skoðun, takk fyrir takk. Annars kom allt vel út í skoðuninni í dag, hjartslátturinn heyrðist hátt og greinilega, blóðþrýstingurinn hjá mér fullkominn og ekkert út á neitt að setja. Sveina ljósmóðir benti okkur á það að miðað við stærðina á leginu sem var 34 cm þá er ég komin eins og 35 vikur á leið með eitt barn. Það er slatti enda varð hún eiginlega hálf skrítin á svipin þegar ég sagðist vera ennþá að vinna, held að hún vilji að ég hætti bara strax en ég verð út mánuðinn. Blóðprufan sem var tekin síðast kom vel út. Og við skötuhjú gengum út með bros á vör enda ekki annað hægt þegar maður er hjá svona æðislegri ljósmóður.