Í gær fórum við í 26 vikna sónar. Það tók fljótt af eða ekki nema 15 mínútur eða svo. Það kom í ljós að þau eru búin að skipta um pláss og eru bæði í höfuðstöðu þannig að A er vinstra megin með kollinn nánast niðri í grind og B er hægra megin aðeins ofar. Þau eru mjög svipuð í stærð og þyngd, munar ekki nema 44 gr á þeim. A er aðeins þyngri. Þau snúa að hvort öðru svo ég finn ekki eins sterkt fyrir því þegar þau sparka, þau greinilega sparka bara í hvort annað. Annars var bara legvatnið mælt og það var í góðu lagi. Við fengum tvær myndir sem við setjum inn við tækifæri. Það er orðið soldið erfitt að ná góðum myndum af þeim, A gaf okkur gott skot en B ekki eins samvinnuþýður. Það var svo hápunkturinn á skoðuninni þegar A geispaði fyrir okkur og B smjattaði.