25 vikur

26. vika = vika 25+0- 6 dagar

Þú
Hjartað í þér hefur stækkað og getur nú dælt 30% meira blóði sem þú hefur fengið á meðgöngunni. Legið er á stærð við stórt grasker og þú stækkar ört í augnablikinu. Þetta getur valdið húðsliti og það verður þú að taka sem upplifun þar sem þú getur ekkert gert til að hindra það.

Sumar konur fá blöðrubólgu án þess að vita af því. Vanalega lýsir blöðrubólga sér sem sársauki við þvaglát en ófrískar konur geta haft blöðrubólgu án einkenna. Blöðrubólga hjá barnshafandi konum getur lýst sér sem aukin þvaglátsþörf eða óþægilegir fyrirvaraverkir. Ef þú finnur fyrir þessum einkennum skaltu segja ljósmóðurinni þinni eða lækninum frá þeim og þá mun þvagið verða rannsakað. Ómeðhöndluð blöðrubólga getur í versta falli komið fæðingunni af stað. Mundu að drekka vel af vökva til að þvagblaðran fái góða skolun og pissa eftir samfarir svo að bakteríur sem mögulega hafa nuddast upp í þvagrásaropið við samfarirnar, skolist út áður en þær ná bólfestu.

Tvíburarnir
Börnin eru nú um 23 sm frá höfði niður á rass, um 31 sm niður á hæl og vega um 750-800 grömm hvor. Fætur þeirra eru um 5 sm. Hárið á höfðinu hefur vaxið og hárlínan er orðin greinileg. Augun eru nú fullþroskuð og geta greint á milli ljóss og myrkurs. Húð barnanna er enn rauð og krumpuð og hjartsláttur þeirra er 120-160 slög á mínútu.

Þetta hringir nokkrum bjöllum og virðist passa mjög vel við ástandið á mér sem fer sem betur fer batnandi, ég er öll að skríða saman. Börnin láta vita vel af sér og stundum veit ég ekki hvað er í gangi þarna inni. Ég sagði við Gunnar í gær að börnin væru að breika hamagangurinn var svo ógurlegur. Matta heyrði til okkar og sagði við pabba sinn, “pabbi,  kannski verður annað barnið svertingi,,  nei, því segiru það, svaraði Gunnar. Nú af því að það eru eiginlega alltaf svertingjar sem breika.  Okkur fannst þetta vera annsi skondið skot hjá henni.