Bölvað vesen

Já það er ekki hægt að segja annað en að það sé búið að vera bölvað vesen á mér síðustu daga. Þannig er það að á sunnudagskvöldið þegar ég var að fara að sofa þá fékk ég blöðrubólgu eða öll einkenna af henni, svo að ég gat ekkert sofið þá nóttina. Á mánudeginum þá hringdi ég í ljósmóðurina mína og sagði henni frá stöðunni, hún sagði mér að koma á þriðjudeginum með þvagprufu og þetta yrði athugað. En ég gat ekki beðið svo lengi því að um kvöldið hringdi ég aftur upp á sjúkrahús, því ég var komin með verki í lífbeinið og að mér fannst samdráttaverki. Okkur var sagt að koma og að ég yrði skoðuð. Á sjúkrahúsinu tók á móti okkur ljósmóðir sem að setti mig í mónitor og tók þvagprufu og það kom allt ágætlega út en hún þorði ekki öðru en að láta lækni skoða legbotnin til að vera viss að hann væri ekki farin að opnast. Læknirin gerði það og sá að legbotnin var V laga svo að hún sagði okkur að koma aftur deginum eftir og hitta sérfræðing. Á þriðjudeginum mætum við með þvagprufu eins og mér var sagt og hittum sérfræðing sem skoðaði legbotnin á mér aftur og hún sagði að hann væri lokaður og fullir 3 cm, sem er víst rétt lengd fyrir þennan tíma, en að hann væri V laga sem bendi oft til þess að hann sé að opnast. Ég á því bara að taka því rólega og vera dugleg að hvíla mig og hafa samband við þær ef mér finnst eitthvað vera að. Um kvöldið á þriðjudeginum var ég orðin eitthvað drusluleg svo að ég mældi  mig og þá var ég með nokkrar kommur. Í gær þegar ég vaknaði var ég komin með 38,5 og ég alveg frá, ekki ofan á allt mætandi. Ég hringi í Sveinu ljósmóðurina mín og segi henni hvernig er, og hún segir að hugsanleg sé þetta bara flensa. Ég á þá bara að liggja upp í rúmi og drekka mikin vökva. Ég hringdi svo aftur þegar hitin fór bara hækkandi en mér var bara sagt að taka verkjatöflu og reyna að sofna en ef eitthvað væri ætti ég að koma til þeirra. Sem betur fer fór það ekki þannig og ég er ennþá heima en Sveina hringdi í mig í morgun og sagði mér að ég væri með blöðrubólgu svo að ég þarf að fá lyf við því. Ég er öll að braggast og ætla bara rétt að vona að það verði ekki meira svona vesen á meðgöngunni því manni fer að líða eins og móðursjúkri gellu í hvert skipti sem maður hringir. En manni er sagt að hringja ef eitthvað er og þær eru ekkert að láta manni líða illa en svona er maður bara. Það er búið að koma sér vel þessa vikuna að á föstudagin síðasta þá fórum við skötuhjú og keyptum okkur lazyboy stól, hann kemur sér bara vel. En svona er þetta búið að vera bölvað vesen.