6 júlí voru komnar 22 vikur og þá á þetta að vera eitthvað í þessa áttina.
23. vika =vika 22+0- 6 dagar.
Þú
Þú hefur nú líklega þyngst um 8-11 kíló sem deilast á blóð, vökva og tvö börn. Ef þú stendur mikið færðu bjúg á fæturna vegna þess að legið situr sem tappi í miðjum líkamanum og heftir blóðflæðið til og frá fótunum. Æðahnútar og gyllinæð eru aðrir kvillar sem geta fylgt. Þú getur enn fengið stingi í nára og síður þegar böndin sem halda leginu teygjast en þetta lagast við hvíld. Láttu þetta minna þig á að miðdegislúr er ekki eingöngu fyrir gamalt fólk heldur líka tilvalinn fyrir tvíburamóður og tvíburana í maganum.
Á þessum tíma gætir þú líka farið að finna fyrir fyrstu verkjalausu samdráttunum þegar legið dregur sig saman og verður hart. Legið er að æfa sig fyrir fæðinguna og það er alveg eðlilegt. Fyrirvaraverkirnir/samdrættirnir eiga ekki vera sársaukafullir, of kröftugir eða reglulegir – ef svo er, skaltu hafa samband við fæðingardeildina eða ljósmóðurina þína.
Tvíburarnir
Fóstrin eru nú um 19-21 sm frá höfði niður á rass, um 27 sm niður á hæl og vega um hálft kíló hvort. Í sónar sést fylgjan/fylgjurnar vel og belgjaskilveggurinn sem aðskilur fóstrin