Þetta er allt að koma.

22.vika = vika 21+0- 6 dagar

Þú
Hormónarnir ráða enn ríkjum í líkama þínum Þú getur fengið æðasprungur í andlit og á lærin. Ef nábítur og brjóstsviði er vandamál, forðastu þá kryddaðan mat, borðaðu oft og lítið í einu og ekki fara södd í rúmið. Vörtubaugurinn í kring um geirvörturnar er nú orðinn stærri og dekkri hjá flestum konum. Hjá sumum konum byrjar að leka úr brjóstunum.

Tvíburarnir
Fóstrin eru nú u.þ.b. 19 sm frá höfði niður á rass, u.þ.b. 25 sm niður á hæl og vega um 450-500 grömm hvort. Tvíburarnir æfa sig enn í öndunarhreyfingum og margt bendir til þess að þeir séu farnir að æfa raddböndin til að geta gefið frá sér hljóð síðar. Hárin á höfðinu eru nú lengri en fósturhárin um líkamann. Sum börn fæðast með sítt dökkt hár þó svo að báðir foreldrar séu ljóshærðir. Hárlitur nýfæddra barna getur breyst á fyrstu mánuðunum.