Í gær 27 júní fórum við í sónar og mæðraskoðun. Mamma (Ellý amma) fékk að koma með í þetta skiptið og hagaði hún sér rosalega vel. hihi Við byrjuðum á sónarnum og þar kom allt vel út. Það er svo gaman að fá að sjá þessi börn að ég fæ tár í augun af gleði í hvert skipti, Guð hvernig verð ég þá þegar þau fæðast. Það var verið að skoða hitt og þetta einsog nýrun, hjartað, magan og þvagblöðruna, og voru þau greinilega ný búin að næra sig á legvatni því það var fullt í bæði. Svo voru þau mæld og eru þau nánst jafn stór, það munar rosalega litlu. Fyrst var skoðað barn A og það var á iði eins og vanalega og fann ég spörkin á meðan á öllu þessu stóð. Svo var litið yfir á barn B og það var á ennþá meiri ferð en ég fann ekki fyrir neinu enda ekki skrítið því B var að sparka í axlirnar á A, og það alveg á fullu. Gunnar þorði ekki annað en að spyrja ljósmóðurina hvort A yrði nokkuð meint af þessu en hún hló bara og spurði hvort hann ætti engin systkini en sagði svo að svo ætti ekki vera þar sem þau eru svo vel varin. En þetta var algjört brill það gekk svo mikið á að það tók ljósmóðurina langan tíma að finna það sem hún átti að skoða en það tóks að lokum og við fengum 4 myndir með heim sem við förum að setja inn ásamt hinum. Eftir sónar var svo haldið í mæðraskoðun sem fór ekki alveg eins og ég vildi, þannig var það að ljósmóðirin mín sem heitir Sveina var í fríi og því tók önnur kona við okkur. Hún virtist alveg vera næs og allt það en það gekk svo mikið á og hún gerði mann svo stressaðan, það var eins og hún mátti ekki vera að því að sinna okkur eins og hún væri að verða of sein. Þannig að þegar við gengum út frá henni þá vorum við Gunnar komin með magasár og brjóstsviða og ég alltof feit. Eða þannig leið mér eftir að hafa talað við hana. Hún mátti ekkert vera að því að hlusta á hjartsláttinn hún sagði að af því við vorum búin í sónar og sjá að allt væri í lagi og af því það væri svo erfitt að vita hvort væri hvort þá var þetta svona nudd yfir, heyrðist smá og búið. Ég varð soldið sár því ég vildi fá að heyra jafnt í báðum börnunum þó ég hafi verið ný búin í sónar. Hún vildi líka meina að ég væri að þyngjast of mikið sem ég er ekki sammála því, eftir því sem maður les á ljósmóðir.is þá er ég bara að þyngjast eðlilega. Svo var þetta bara einhvernvegin allt svona fannst mér. En börnin eru hraust að sjá og ég líka og það er víst fyrir mestu. Svo er bara að vona að Sveina taki á móti okkur næst.