Sónarferðir

Það hefur verið nóg að gera í sónarskoðunum hjá okkur hjónum og erum við ekkert að kvarta neitt. Fyrsti sónarinn hjá okkur var 15 mars´07 sem er kallað snemmsónar en þá fengum við að sjá smá baun sem var nú ekki stærri en 11,5mm í heild sinni, og var það þá bara belgurinn utanum fóstrið og okkur sagt að það væru komar 6 vikur. Okkur var boðið að koma aftur eftir 2 vikur, þann 29mars, sem og við gerðum svona til að fá að sjá hjartslátt og fóstur. Það kom okkur því skemmtilega á óvart þegar það var verið að skoða mallan, að mér (Brynju) fannst ég sjá einhvað tvennt þarna í leginu og segi eins og auli ,, Guð ætlaru að segja mér að þau séu tvö´´ en við fáum ekkert svar fyrr en eftir soldin tíma þegar læknirinn segir ,, jú krakkar mínir þið eigið von á tvíburum´´ og svo bauð hún Gunnari að setjast niður sem hann afþakkaði pennt og fannst þetta bara ennþá meira spennandi. Okkur fannst þetta æðislega spennandi og við (aðalega ég ) gátum auðvitað ekki þagað yfir svona stórum fréttum svo það var fari að kjafta í verðandi ömmur og afa.

30 apríl´07 fórum við í 12 vikna sónar sem var farin vegna hnakkaþykktarmælingar sem kom rosalega vel út og þá kom líka í ljós, sem að kom mér helst á óvart , að krílin okkar eru líklega eineggja. Þannig að nú eigum við von á annaðhvort tveim litlum Bibbum eða tveim litlum Gunnurum.:D