Já loksins loksins erum við skotturnar komnar í sumarfrí, því miður er pabbinn ekki með okkur í fríi þetta sumarið enda er hann hvort því er með ofnæmi fyrir sól, verður fyrst allur rauður og svo flagnar hann bara hehe nei það má ekki stríða brenndum pöbbum 😀 Hann fær smá frí í kringum brúðkaup.
Ég var að búa til nýtt myndaalbúm þar sem það er víst liðið á seinni hluta þessa árs, skellti inn nokkrum myndum sem ég hef tekið á símann minn.
Erum á leiðinni í smá útilegu á morgun laugardag, ætlum að skella okkur á Þingvelli og gista eina nótt í nýja tjaldinu okkar. Það er búið að vera nóg að gera síðasta mánuðinn, fórum í útilegu á Apavatn, Gunnar var steggjaður og á meðan fórum við skottur til Bjarneyjar í bústað og gistum eina nótt, síðustu helgi fórum við til ömmu Erlu og afa Sigga í bústað hjá Laugavatni og gistum í tvær nætur.
Tvillingarnir byrja í leikskólanum Árborg í Árbænum 17 ágúst svo að í forvitni okkar fórum við að skoða hann í dag, þeim leist alls ekki illa á og voru alveg tilí að vera lengur en það verður víst að bíða aðeins.
Ætla að leggjast út að sleikja sólina með skottunum mínum en reynum að vera dugleg að skella inn myndum.
Eigið gott sumar 😀