Skotturnar

Þær stækka alveg óhemju hratt og nálgast nú 14 mánaða aldurinn. Þær eru hörku duglegar og eigum við Gunnar fullt í fangi með að stöðva þær þar sem þær rífa allt og tæta. Það hefur aðeins verið endurnýjað leirtauið og erum við hætt að brjóta saman fötin í tveim neðstu skúffunum á kommóðinni þeirra þar sem þetta fær allt að fjúka í gólfið svona af og til 🙂
Hér á bæ er jólaundirbúningur í fullum gangi eins og á flestum öðrum bæjum og er þær Freydís Ólöf og Þórunn Elísa duglegar við að hjálpa til t.d. ef að seríurnar eru aðeins skakkar í gluggunum þá eru þær bara rifnar niður og okkur skipað að gera þetta betur hehe. Við vorum í myndatöku með allt stóðið fyrir 3 vikum síðan og gekk það svona upp og ofan, litlu skotturnar voru ekkert sérstaklega hressar með þetta en alveg ótrúlegt hvað komu góðar myndir.
Ég er farin að sjá fyrir mér jólatréð í stofunni skreytt frá miðju og upp svo að litlir puttar týni ekki allt af því. En þetta á eftir að verða spennandi jól, við ætlum að vera heima hjá okkur á aðfangadagskvöld og bjóða ömmu Ellý og afa Gunnari að vera hjá okkur en hina dagana verðu örugglega svolítið flakk á okkur.
Við erum búin að setja nokkrar nýjar myndir inn og koma vonandi fleirri á næstu dögum.

7 replies on “Skotturnar”

  1. He he, ég sé jólatréð fyrir mér, það verður örugglega svakalega flott 😀
    Flottar myndirnar úr myndatökunni!!
    Kv. úr Þolló;)

  2. Halló frænkur 🙂

    Frábærar myndirnar af ykkur!!

    Það verður aldeilis stuð á skottunum um jólin, nóg til að rífa og tæta hehehe

    Sóldís Ósk er (sem betur fer) ekki enn farin að tæta í öllu 😉

    Hvernig væri að við myndum nú fara að reyna að hittast fljótlega ???
    Við erum heima alla daga núna að kúrast í litlum skvísum 😉

    Kveðja

    Jóhanna

  3. Ég held að þið ættuð að hengja jólatréð upp í loft, en þá er spurningin hvar þið ætlið sð hengja pakkana upp. aha smá djók. Bið að heilsa í bili. Amma í Þorló

  4. munið;ÞIÐ eruð ekki ein.Ömmur og Afar eru notuð óspart til þess að fá hvíld.Jólaundirbúning hér hefur verið frestað þar til kortar fyrir jól því hjálpardísin misskilur hlutverk sitt.Bestu kveðjur úr Eyjum.

Comments are closed.