Það er komið ÁR!!!!!

Vá hvað þetta ár hefur verið fljótt að líða en það hefur margt gerst á því. Í dag er komið ár frá fæðingu tvíburana okkar og finnst mér það alveg ótrúlegt. Í dag eru Freydís Ólöf og Þórunn Elísa hlaupandi um allt, næstum síbrosandi eða þá að ibba gogg (þó aðalega Þórunn en hún getur rifist mikið). Þær brosa svo sætt með þessar skondnu tennur sínar sem eru ekki á hefbundnum stöðum getum við sagt. Þórunn er eins og kisa því hún er komin með 4 tennur, tvær frammtennur í neðrigóm og tvær í efri sitthvoru megin við frammtennurnar. Freydís er komin með sömu uppröðun á tönnum en það eru bara komnar 3 í gegn, 2 niðri og 1 uppi.
Það var haldin afmælisveisla fyrir skvísurnar á laugardaginn og var svaka kökuveisla, það var margt um manni þó svo að það hafi einungis verið boðið því nánasta og ekki allir geta mætt en það fylgir víst stórum fjölskyldum. Það var setið að kræsingum nánast allan daginn og áttu allir glaðan dag, Freydís og Þórunn voru reyndar orðnar svolítið þreyttar á látunum en það jafnaði sig. Þær fengu fullt að gjöfum, föt, hárskraut, bækur, baðdót, leikföng, pening og frá okkur Gunnari fengu þær dúkkur og litla dráttavagna. Þær voru alsælar með þetta allt saman. Í dag bakaði ég svo fyrir þær og krakkana lummur svona í tilefni að deginum en annars var hann bara tekin með ró.
Ég og Ragnheiður erum komnar á fullt með daggæsluna, er þá komið í heildina 10 börn og nóg að gera hjá öllum bæði börnum og okkur. Stelpurnar taka þessu nokkuð vel en það kemur stundum upp í þeim smá svona að þær vilji bara eiga mig fyrir sig. Það eru búin að vera bölvuð veikindi síðustu vikur, Freydís Ólöf fékk hún svokallaðan misslingabróður en þá fékk hún háan hita í 2 sólahringa og svo útbrot á eftir, hún fór líka á sýklalyf vegna eyrnabólgu og svo hefur bara verið endalaust kvef. Þórunn hefur líka verið með ljótan hósta í allt of langan tíma ásamt kvefi og gæti verið að hún þurfi að fá púst til að losna við hann en það kemur í ljós á fimmtudaginn í 12 mánaða skoðun. Ég set inn tölur úr skoðuninni þegar hún er yfirstaðin. Það eru komnar nýjar myndir 🙂
Nýjustu tölur komnar inn
Freydís Ólöf : 76,5 cm. 10.230 gr. höfuðmál 47.5 cm
Þórunn Elísa : 77,5 cm. 10.625 gr. höfuðmál 47 cm

4 replies on “Það er komið ÁR!!!!!”

  1. Stelpurnar hafa greinilega átt skemmtilegan afmælisdag 😉
    En leiðinlegt að heyra að þær séu alltaf með einhver veikindi…það er svo leiðinlegt til lengdar. Gunnar Hólm er líka búinn að vera með kvef og hósta í langan tíma eins og Þórunn sem endaði með berkjubólgu og er einmitt núna komin með púst. En það svínvirkar og hann er allt annar í dag 😉

    Bestu kveðjur á klakann…það fer nú að styttast í að við flytjum í kreppuna og komum í heimsókn til ykkar 😉

    Inga

  2. Innilegar hamingjuóskir með krúttlurnar 😀

    Ótrúlegt til þess að hugsa að það sé liðið ár síðan við vorum með skottlurnar okkar á vöku.

    Vona nú að við getum hist fljótlega 😉 Ég alla vega verð svolítið lengur í fæðingarorlofinu heheh

    Kveðja frá Garðshorni

Comments are closed.