Jæja stelpurnar hafa náð 10 mánaða aldrinum og blómstra gjörsamlega. Þær fóru í 10 mánaða skoðunina 26. ágúst og kom hún mjög vel út. Þetta voru tölurnar:
Þórunn Elísa: 9855 gr og 73,5 cm (höfuðmál 46,1 cm)
Freydís Ólöf: 9895 gr og 73,5 cm ( höfuðmál 46,6 cm)
Læknirinn var alveg rosalega ánægður með stelpurnar og dásamaði þær út í eitt. Þær voru á fullu að fikta og tæta á skoðunarborðinu sem sýndi bara betur hvað þær eru kröftugar.
Stelpurnar eru að myndast við það að labba óstuddar og er Þórunn Elísa sérstaklega dugleg þessa dagana en hún æfir og æfir á fullu. Þetta kemur allt á næstu dögum og þá verða þær farnar að hlaupa um allt hús. Fiktið hefur ekki minnkað en nú er vinsælast að opna skúffurnar á eldhúsinnréttingunni og stela tómasósunni og öðru skemmtilegu.
Það eru loksins komnar tennur í gómana þeirra en ekki margar þó. Freydís Ólöf er komið með 3 tennur, 2 framtennur í neðri góm og 1 uppi vinstra megin við framtönnina. Þórunn Elísa er hins vegar bara komin með eina tönn í efri góm á sama stað og Freydís Ólöf. Þær eru semsagt eins og gamlar hálf tannlausa kerlingar með skögultönn hehe ( sést á myndum í nýja albúminu) en bara miklu sætari 🙂
Vá, hvað þær eru stórar og flottar 😀
Og í sambandi við tanntöku – þá er best að tennurnar komi sem seinast upp. Þá koma fullorðinstennurnar líka seinna upp – oooog endast lengur 🙂 En auðvitað er maður alltaf spenntur yfir hverri tönn sem kemur, þó að þessi kríli verði oft voða lítil í sér á meðan tönnin er að brjóta sér leið upp.
Æðislegar margar nýju myndirnar:D
Mér finnst tennurnar í þeim líka æðislegar, uppi til hliðar, bara fyndið!!
Knús á línuna, Gyða.