Stelpurnar okkar eldast víst eins og aðrir og hafa nú náð 8 mánuðum. Í dag fórum við með þær í skoðun og sprautu, þær stækka vel og þyngjast
Freydís Ólöf er 9065 gr. 71 cm og höfuðmál 45 cm.
Þórunn Elísa er 9085 gr. 71,5 cm og höfuðmál 45 cm.
sprautan var gegn heilahimnubólgu.
Annars er það að frétta af okkur að Freydís Ólöf er farin að skríða eins og herforingi, byrjaði á því á mánudaginn 23 júní. Nú kemst hún allt og fiktar í öllu. Gunnar er búin að vera í sumarfrí allan júní og eru stóru börnin búin að vera hjá okkur allan tíman. Við byrjuðum sumarfríið á því að vera í Þorlákshöfn, Erla amma og Siggi afi voru í útlöndum og fengum við afnot af húsinu þeirra á meðan. Við vorum þar í eina viku og nutum sumarblíðunar. Það hefur ekki verið mikið gert annað en slakað á og jú kannski kíkt í nokkrar heimsóknir.
Ég er alveg tóm í kollinum núna svo ég held bara að ég verði að skrifa aftur seinna, við reynum alltaf að vera dugleg að henda inn myndum annað veifið.